Af hverju höfum við verið skilin eftir hér í þessum heimi alein og yfirgefin, af hverju leikur Guð okkur svona grátt, hvað gerðum við honum, af hverju leyfir hann tilvist tyggjósveita á borð við Busted og MCFLY.
Sko ég ætla hér með að halda fram að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að við förum svo illa með jörðina og hve mikið hatur er til í heiminum, enn hverjum manni hefði nokkurtíman dottið í hug að okkur yrði dýpt ofan í svona stóran bolla af teavatninu og látin taka slíkan sopa af því.
AF HVERJU!!!! AF HVERJU!!!! AF HVERJU leyfiru svo þessum mönnum að kalla sog tónlistarmenn án þess að kasta í þá eldingu, mér sýnist að tilvist mannsins sé orðin svo lítilsverð fyrir guði að það lítur út fyrir að hann leyfi brátt endurkomu meginstraums níunda áratugarins, við erum á jaðri helvítis.