Það kom grein í morgunblaðinu í dag um að hún hafi
verið að gera myndband við lagið “Everytime”(sem mér finnstlagið mjög flott),að er verið að bannað það alstaðar útaf húnfremur sjláfsmorð í myndbandinu.

svona hljóðar fréttin:

Baunað á Britney


Britney Spears hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir nýjasta myndband sitt við lagið “Everytime”. Ástæðan er að í myndbandinu setur hún á svið sjálfsmorð. Þar er atriði með henni “látinni” í baðkari eftir að hafa tekið banvænan lyfjaskammt. Gagnrýnendur hennar óttast að ungir aðdáendur hennar sem eiga við vanda að etja geti hugsanlega leikið eftir þetta uppátæki hennar.
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að sjálfsmorð stjörnu geti haft 14 sinnum meiri áhrif á ungt fólk en sjálfsmorð “venjulegs” fólks og hafa foreldrasamtök í Bretlandi heimtað að hið “óábyrga” myndband fáist hvergi sýnt.

Í myndbandinu á Britney að hafa fyrirfarið sér eftir að hafa hætt með kærastanum en sagan segir að textinn í laginu sé saminn um sambandsslit þeirra Justins Timberlakes og sé um leið játning hennar, um að hún sjái eftir honum.

takk fyrir mig Rebekka123



"Reading is one form of escape. Running for your life is another."