Fyrsta skipti sem ég heyrði nafnið Avril Lavigne var í grein í tímariti þar sem einhver ný söngkona var að tala illa um Britney.
Það var markaðsett frá byrjun að fólk sem að “hatar” Britney, Christinu, JLo… ættu að fíla hana.
Og það virkaði.
Oftast er það reyndar þannig að eftir nokkur ár í bransanum eru þau meira þau sjálf…. það er nefnilega þannig að fyrirtækið stjórnar þeim mest þegar þau eru nýkomin í bransann. Svo smátt og smátt fá þau meiri stjórn yfir framanum sínum.
Ástæðan af hverju Britney hefur alltaf verið föst þarna á milli þess að vera saklaus og sexy er sú að Jive Records vildi markaðsetja hana sem “saklausa sæta sveitastelpu”, svipað og t.d. Hillary Duff er í dag. En hún sjálf vildi vera meira djörf eins og Madonna.
Jive Records vildi gera sætt teiknimyndband fyrir lagið “Baby One More Time”… á meðan Britney vildi gera alvöru myndband í fræga skólabúningnum sem sýnir magann á henni :)
En jú Avril er alveg ágæt, nokkur góð lög með henni.<br><br>______________________________________________________________________________________________
<b>Fairy power!</