Daginn kæra fólk,
Mig langar bara að beina sjónum ykkar að massabandinu sem kallar sig Douglas Wilson. Nú er svo komið að þeir hafa komið sér upp heimasíðu (dw.is) og eru í óða önn að kynna landanum tónlist sína og húmor ;)
Þetta eru fimm vaskir strákar af norðurlandinu með höfuðstöðvar á Akureyri. Andlit hljómsveitarinnar og jafnframt söngvari er hinn vaski Stefán Jakobsson úr Mývatnssveitinni. Fólk kann að muna eftir honum úr söngkeppni framhalsskólanna á síðasta ári þar sem hann keppti fyrir hönd Verkmenntaskólans á Akureyri með lagið “Elska þig enn”
Gítarleikarar eru tveir, þeir Jósi og Einar…. báðir frekar asnalegir en góðir strákar þrátt fyrir það - held ég ;) Jósi ku vera frá Grenivík en Einar er bara sveitastrákur með sítt hár.
Að lokum eru það svo sjéntilmennirnir Halli bassaleikari og Siggi Tromm.

Ekki hef ég hugsað mér að hafa þetta lengra því allt sem máli skiptir - og ekki- er að finna á síðunni þeirra og svo er auðvitað bara að mæta á dansleik með þessum rokkurum :) Öllum er lofað botnlausu fjöri langt fram á nótt…!