Quarashi tónleikar á NASA!
Loksins ætla strákarnir í Quarashi að halda fyrir okkur tónleika, svona rétt fyrir jólin. Þeir munu spila á NASA á laugardaginn 20. des, annars vegar klukkan 19 og svo aftur á miðnætti. Klukkan 19 mega allir eldri en 13 ára koma og er það alveg frábært tækifæri fyrir unga aðdáendur.
Þegar þeir spiluðu í Laugardalshöll var stemningin ótrúleg, því miður var ég ekki á staðnum en margir vina minna fóru og þau skemmtu sér öll rosalega vel. Á laugardaginn verður nýi rapparinn, Tiny, með í fyrsta skipti á tónleikum. Skytturnar hita upp, en þeir eru taldir með betri hip-hopurum á Íslandi nú á dögum.
Miðasala er hafin, endilega náið ykkur í miða á NASA milli kl. 13 og 16. NASA er flottur staður á Austurvelli (eiginlega nágrannar Alþingis). Það eru 500 miðar í boði á hverja tónleika og kostar miðinn 1900 krónur á fyrri tónleikana. Ég veit því miður ekki hvað kostar á seinni. En ég er allavega búin að kaupa miða og ég mæli með því að þið gerið það sama, ég hlakka til! Frábært þegar hljómsveitir gefa yngra fólki tækifæri til þess að koma á tónleika.
Jólakveðjur, Hibi.