Mig langaði bara að vekja smá athygli á laginu “You Don't Know My Name” með Alicia Keys.
Þarna er á ferðinni ekta SOUL tónlist í klassíska 60's/70's stílnum, sem er eitthvað sem maður heyrir vægast sagt sjaldan nú til dags.
Útsetningin er frábær; bakraddirnar himneskar og strengjaútsetningin líka.
Alicia sjálf jafnast reyndar ekki á við sönkonur eins og Aretha Franklin í raddgæðum, en það dregur lagið ekki niður.
Way to go girl! Vonandi verður nýji diskurinn allur jafn góður (ég efast þó um það). Tékkið á þessu!