Kynntust á rúntinum! ,,Við hjónin áttum Toyota Corolla 1991 módel sem við vorum búin að eiga í fjögur ár. Gráa Toyotan var reyndar bíll með sögu því við kynntumst í honum á rúntinum í febrúar árið 1995. Það kom þannig til að vinur minn bankaði upp á hjá mér og bauð mér að koma á rúntinn með honum og tveimur geggjuðum gellum. Rósa, konan mín, var að rúnta á bíl foreldra sinna og seinna keyptum við þennann bíl. Þegar við giftum okkur var hann brúðar bíllinn og þegar Trausti kom í heiminn keyrðum við heim af fæðingardeildinni á honum. Þetta var rosalega yndislegur bíll en svo var klesst á hann og hann dó. Þá ákváðum við að fá okkur nýjann bíl. Þar sem sonur okkar er með meiri bíladellu en við þá leyfðum við honum að velja bílinn,“ seigir söngvarinn og Grease-töffarinn Jónsi.
Ertu með bíladellu?
,,allir karlmenn eig að vera með bíladellu og hafa gaman af því að horfa á fótbolta.”
En ert þú með bíladellu?
,,Ég reyni. Allavega verður Rósa alltaf brjáluð þegar við erum stopp á rauðu ljósi og ég er að benda henni á álfelgur og púströr á næsta bíl eða eitthvað álíka,“ Seigir Jónsi og hlær.
Áður en Trausti, sonur okkar, valdi draumabíl fjölskyldunnar voru nokkrir bílar sem komu til greina.
Ertu sáttur við val sonarins?
,,Já, mjög sáttur. Ég held samt að Trausti hafi valið Ford Mondeo því hann getur ,,spilað plötur”, hann er mjög hrifinn af þeim eiginleika. Ég held líka að máttur auglýsinganna hafi virkað því í Ford Mondeo auglýsingunni sefur lítil, sæt stelpa í bílnum því það er öruggasti staðurinn til að vera á þegar óveðrið skellur á,“ Seigir Jónsi og hlær sínum smitandi hlátri.
Fílar ekki sportbíla
Nú er Ford Mondeo mjög fjölskylduvæn kerra. Eiga svona poppstjörnur eins og þú ekki að keyra um á sportbíl?
,,Ég er svo mikill fjölskyldutappi. Ég vil að fjölskyldan mín sé örugg. Mér leiðist að sjá fjögurra manna fjölskyldu á sportbíl og börnin allveg klesst aftur í. Trausti er fyrirferðamikill strákur sem þarf mikið pláss og hann sparkar svolítið mikið í framsætin svo nýji bíllinn hentar ákaflega vel því hann er svo rúmgóður. Það bergmálar nstum því inni í honum því hann er svo stór.”
Þú seigir fjögurra manna fjölskylda, er nýtt barn á leiðinni?
,,Nei ég hef bara séð fjögurra manna fjölskyldu á sportbíl, Þess vegna tók ég svona til orða. En einhverntímann í náinni framtíð langar okkur að bæta við einu barni eða tveimur, það hefur alltaf verið stefnan.“
Á dögum birtist viðtal við Hrafnkel Pálmarsson, gítarleikara hljómsveitarinnar, og eiginkonu hanns, Elínu Maríu Björnsdóttur, en þau eiga von á sínu öðru barni í haust. Er svona mikil frjósemi innan bandsins?
,,Já, þetta fara að verða mjög myndarleg barnaafmæli hjá okkur í hljómsveitinni, skúffukökur upp um alla veggi. Þetta er hluti af fjölskyldustefnu svörtu fatanna,” seigir hann og glottir.
,,Bíllinn er líka voðalega fínn þegar við í hljómsveitinni keyrum eitthvað stutt út á land. Þá fara græjurnar bara í sendibíl og við keyrum saman.“
Sumarið er tími fría og ferðalaga. Á að skella sér eitthvað út á land á nýja kagganum?
,,Við erum búin að fara í eitt ferðarlag. Það var rosalega gaman og svo er stefnan að fara í fleiri eftir Verslunarmannahelgina.”
Finnst þér gaman að keyra hratt?
,,Nei, það finnst mér ekki. Ég keyrði einu sinni ógeðslega hratt þegar við vorum að koma heim eftir að hafa spilað á balli. Á miðri leið áttaði ég mig á því að ég var með fullann bíl af sofandi fólki og því með líf allra í lúkunum og því hægði ég á mér og hef keyrt á löglegum hraða síðan. Ég er svoddan gunga. Einu sinni var ég stoppaður á Reykjarnesbrautinni fyrir of hægann akstur. Ég var ógeðslega þreyttur og var að reyna að halda mér vakandi við aksturinn svo ég keyrði bara á 60 km hraða. Löggan stoppaði mig því henni fannst eitthvað athugavert við aksturslagið því ég keyrði svo hægt," Seigir Jónsi að lokum. En núna erum við líka komin heim í hlað og tími til að fara út í góða veðrið og njóta sumarsins.
Þessa grein skrifaði ég upp úr Séð og Heyrt blaði sem ég átti.