Jæja þá fer loksins að koma að því að fyrrum jómfrúin Britney Spears fari að gefa út sína þriðju(en vonandi ekki síðustu)breiðskífu.
Kossinn á MTV með henni og Madonnu er svo umtalaður að ég held að hann fari að komast á spjöld poppsögunnar, eða sé þá þegar þangað kominn. Þennann koss voru þær næstum búnar að endurtaka í lok nýja myndbandsins hennar Britney, við lagið “Me against the music” sem mér þykir hinsvegar vera mjög fínt lag. Myndabandið finnst mér vera mjög töff nema þegar hún Madonna (sem er nú eitthvað í kringum aldurinn 45)er eitthvað að rúlla sér á gólfinu og svo velta sér uppúr laufum. Flottir danstaktar í laginu og cool dansar í myndbandinu.
Ég hef ekkert heyrt meira af þessum geisladiski en vona að það verði eitthvað í þessum stíl því mér finnst Britney loksins farin að gera einhverja tónlist sem gaman er að dansa við ;)!
Þá er það ekkert meira nema að ég ætla “deffinetlí” að kaupa þennann disk um leið og hann kemur í búðir, svona aðallega bara til að eiga alla fjóra. :P
Kv. Xyna