“Justin Timberlake, Britney Spears og Christina Aguleira þetta er alt hæfileika laust pakk en þau eiga eftir að gleymast”
Þau gleymast ekki svo glatt, allaveganna ekki nöfnin en það verður enginn að hlusta á Baby one more time eftir 50 ár. Nöfn geta lifað lengi á vinsældum, það muna allir eftir New kids on the block, Spice girls eða Take that en hvort einhver sé enn þann í dag að hlusta á plötur þessarra “hljómsveita” er allt annað mál. Michael Jackson gleymist sennilega ekki fyrr en Thriller dettur úr hópi vinsælustu platna allra tíma, sem hún mun gera því plötur Pink floyd, Zeppelin, Bítlanna, Springsteen ofl sækja sífellt hraðar á hana, því Thriller verður sífellt hallærislegri og úreltari með hverju ári en plötur hinna verða sífellt sígildari og klassískri. Tónlist Michaels verður ekki klassísk, henni hefur verið haldið á lífi undanfarin ár með markaðsbrellum og auglýsingum en það eru takmörk fyrir því hve lengi það má plata fólk. Fólk fer vonandi fljótlega að átta sig á þeirri staðreynd að Jackson er löngu búinn að vera og tónlistin hanns á heima á öðrum tíma og fer í leiðinni að opna augun fyrir rokkhljómsveitum þessa tíma (80´s) sem þrátt fyrir littlar vinsældir og nær engar kynningar voru að gera tónlist sem hljómar jafn fersk og hún gerði þegar hún kom út.
“Verðið að átta ykkur á því að fólk gerir mismunandi kröfur og hefur mismunandi smekk.”
Breyttu því í misMIKLAR kröfur misGÓÐAN smekk.
Hvað kröfur gera poppaðdáendur annars sem rokkaðdáendur gera ekki? það er að segja þá sem tengjast tónlistinni (ekki föt, útlit, eða ímynd). Allir rokkaðdáendur gera einhverjar kröfur um melódíur og hljóðvinnslu og í flestum tilvikum meiri kröfur en poppararnir því þeir vilja ekki bara að melódían sé grípandi heldur þarf hún líka að vera frumleg.
Ekki reyna að segja að poppaðdáendur geri kröfur um frumlegar lagasmíðar því það er þversögn í sjálfu sér.
Rokkarar gera einnig kröfur til einlægnis, fjölbreyttnis, textagerðar, tilraunamennsku og góðrar spilamennsku. Lítið af þessu er til í nútímapopptónlist og það littla sem er til er í boði tæknimannanna.
Hvað kröfur gerið þið til ykkar tónlistar aðrar en léttar grípandi melódíur sem eru svo fyrirsjánlegar að maður þarf bara að heyra hálft vers og hálft lag svo maður veit nákvæmlega hvernir restin er. Stundum tekst manni meira að segha að giska á réttu orðin.. sköpnargleðin í poppi er í algeru núlli. Það á líka við fullt af rokki, td. það sem er spilað á Radio X.
Ég hef sagt þetta áður en fólk hefur misgóðan smekk eftir þekkingunni sem það hefur á efninu ég hef ekki jafn góðan smekk á bókmenntum og bókmenntafræðingar, ég veit ekki hvað er fallegur ritstíll og ég veit ekki hvaða ljóð eru vel saminn. Eina listgreininn sem ég hef eitthvað vit á er tónlist, ég hlusta mjög mikið á tónlist, kaupi í kringum 150-200 diska á ári og held upp á yfir 400 hljómsveitir úr öllum stefnum (ég skrifaði þær niður einu sinni svona til gamans).
Það hefur einhver annar sagt þetta við þig (þar á meðal ég) en fólk með mikinn áhuga og þekkingu á tónlist hlustar ekki á popptónlist og það er ekki vegna hroka, fordóma eða stæla í viðkomandi heldur vegna þess kröfurnar hækka með meiri hlustun, maður fer að þekkja meðalmennskuna frá snillingunum.
Ég hef annars séð hvernig þú snýrð þér í þessum tónlistarumræðum, þú kemur ALDREI með nokkrar ástæður eða rök fyrir því hvers vegna þessi tónlist er góð heldur reynir þú alltaf að snúa út úr með þessum vangaveltum um mismunandi kröfur og svo fáránlegum spurningum eins og: af hverju er grunn tónlist verri enn djúp tónlist, af hverju er ófrumleg tónlist síðri en frumleg tónlist, af hverju er einföld tónlist verri en flókin tónlist, af hverju er yfirborðsleg tónlist verri en einlæg tónlist?
Þú getur ekki neitað því að frumleiki og einlægni ERU kostir í tónlistarsköpun.. jújú þú getur svosem neitað því en þetta er bara einföld stærðfræði alveg eins og hraði, kraftur og tækni eru kostir í fótboltamanni.
“Hversu margir héldu að Madonna myndi gleymast á sínum tíma ?”
Færri enn þú heldur greinilega, Madonna þótti nokkuð góð á sínum tíma og Michael Jackson líka, Thriller fékk toppdóma þegar hún kom út. Madonna hefur það frammyfir flesta popparanna að hún samdi mest af eigin efni, td. er fyrsta platan hennar öll saminn af henni sjálfri, ýmist af henni einni eða í samstarfi við aðra. Hún var tónlistarmaður, Britney mímar annarra manna lög.
Hlusta þú bara á það sem þú villt en þó þú og milljón aðrir kjósir Britney þá þýðir það ekki að hún sé góð, alveg eins og ég sætti mig við það að margar myndir sem ég hef gaman af eru álitnar óttalegt miðjumoð.