Uppvaxtarárin
Michael Joseph Jackson fæddist þann 29 ágúst árið 1958. Móðir hans Katherine og faðir Joseph Jackson bjuggu ásamt börnum í smábænum Gary, Indiana. Michael var sjöunda barn af þeim níu sem foreldrar hans eignuðust. Eldri sistkyni hans heita Rebbie, Jackie, Tito, Jermaine, Latoya og Marion en Randy og Janet fæddust nokkrum árum síðar. Faðir Michaels vann í stálverksmiðju og á kvöldin var hann að mestu að hjálpa til við að byggja upp hljómsveitir í Gary. En aldrei með miklum árangri. Á meðan Joseph vann allan sólarhringinn, stálust eldri bræður Michaels inn í herbergi föðurs þeirra og æfðu sig á gítar við þau lög sem heyrðust í útvarpinu á þeim tíma. Þetta varð til þess að Michael dáði tónlist frá blautu barnsbeini og átti það eftir að verða mikils virði í framtíðinni.
Þegar Michael var um fimm ára gamall, stofnaði faðir hans “Jackson Five” sem Michael og fjórir eldri bræður hans voru í Jackie, Jermaine, Marion og Tito. Í upphafi spilaði Michael á bongótrommur en góð sviðsframkoma hans, söng og danshæfileikar hans gerði hann fljótlega að aðalmanni hljómsveitarinnar. Jackson Five komu aðalega fram í sjónvarpsþáttum og skemmtistöðum þangað til að þeir skrifuðu undir samning við Motown Records árið 1969, fóru þeir í stúdío og tóku upp smelli eins og “The Love You Save”, “ABC” og “I Want You Back”. Og stuttu síðar urðu þeir heimsfrægir “Jacksonæðið” var byrjað!
Michael birjaði einnig sóló feril sinn um það leitið sem “Got To Be There”, sem sló í gegn um allan heim, og fljótlega eftir það komu þeir með smelli eins “Ben” og “Rockin' Robin”. Þetta var aðeins byrjunin á löngum ferli……….
Framhald Unglingsárin.
<br><br>Kfridrik