Ég er búinn að leyta og finn ekki neinn póst um þetta efni hér á Huga þannig að ég varð að setjast niður og skrifa.
En svona að öllu gríni slepptu, hvernig fannst ykkur úrslitin í keppninni.
Mér fannst persónulega að lagið frá Verkmenntaskólanum á Akureyri hefði átt að vinna eða allavega lenda í einhverju sæti..! Söngurinn í því lagi var algjör snilld.
En sigurlagið það var ágætt, vel útsett. En “come on” Vísur Vatnsenda-Rósu…það kemst enginn langt á því held ég…
Mér fannst það allavega ekki vera það merkilegt að það hefði átt að vinna þessa keppni :/ en það er bara mín skoðun á þessu máli.
Endilega látið mig vita hvernig ykkur fannst þessi keppni…