Nú er búið að afhenda Íslensku tónlistarverðlaunin, verðlaun að undirlagi Radíó X og Undirtóna og þá eru Hlustendaverðlaun FM957 eftir. Verðlaunahátíðin fer fram með pomp og pragt í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Fyrir þá sem ekki komast á staðinn verður Popptíví með beina útsendingu frá verðlaunaafhendingunni sem hefst klukkan 21. Klukkustund fyrr hefst undirbúningsþáttur, þar sem Svavar Örn, Heiðar Austmann og Sveppi taka stjörnurnar tali og fara yfir stöðu mála. Einnig verður hægt að fylgjast með hátíðinni í beinni á FM957.
Kosningu lauk síðasta sunnudag og tóku fleiri þúsund manns þátt í henni. Í kvöld kemur síðan í ljós hverjir eru uppáhalds tónlistarmenn hlustenda útvarpsstöðvarinnar.
Þeir flokkar sem hlustendur hafa getað kosið í eru:
*Plata ársins
*Söngkona ársins
*Söngvari ársins
*Best á balli
*Nýliði ársins
*Kynþokkafyllsta poppstjarnan
*Myndband ársins
*Heimasíða ársins
*Hljómsveit ársins
*Lag ársins.
Til viðbótar verða heiðursverðlaun FM957 veitt en starfsmenn FM957 velja heiðursverðlaunahafann.