S Club er bresk hljómsveit með fjórum stelpum og tveimur strákum.
Í þessari hljómsveit eru þau Rachel Stevens(25), Joenne O’meara(24),
Hannah Loise Spearitt(22), Jon Lee(21), Tina Ann Barret(27) og
Bradley Jhon McIntosh(22). Þau byrjuðu sem hljómsveitinn S Club 7 árið 1998, en þá voru þau sjö, Paul Cattermole(26) hætti í fyrra í apríl en spilaði seinast með þeim þann 3.júní á afmæli bretadrottningar.
Þau gáfu út diskinn S Club árið 1999 og var það fyrsti diskurinn þeirra, á honum voru meðal annars lögin Bring it all back, You’re my number one og S Club Party. Þessi lög urðu mjög vinsæl í Bretlandi en náðu ekki vinsældum hér á landi. Árið 2000 gafu þau út diskinn 7 á honum voru lögin Natural, Reach og Bring the House down, þessi lög voru mikið spiluð og komust því á topplistana í Bretlandi sama ár en nokkrum mánuðum seinna gáfu þau út lagið Never had a dream come true og sló það í gegn í Bretlandi, það var svo sett á sérstaka útgáfu af disknum 7.
Þarna var allt byrjað að ganga vel hjá krökkunum í hljómsveitinni og gáfu þau út nýtt lag sem sló öll met, lagið Don’t stop movin’ varð geðveikt vinsælt og vann titilinn ‘‘Besta breska lagið’’(þetta er líka flott lag og mjög fjörugt). Lagið náði einnig miklum vinsældum hér á landi og var mikið spilað, þá sérstaklega á FM 957, myndbandið var svo sýnt á Popp Tíví og náði enn meiri vinsældum. Stuttu seinna gáfu þau út lagið You sem náði ekki alveg jafn miklum vinsældum hér á landi. Þau gáfu svo út diskinn Sunshine árið 2001. En á honum voru mikið af góðum lögum
Síðan að S Club 7 byrjuðu hafa þau farið í tvö tónleikaferðalög um Bretland. Þau eiga nú mikið af aðdáendum á öllum aldri í Bretlandi. Nýlega hafa þau gefið út diskinn Seeing Double, á honum er lagið Alive sem er nú mjög vinsælt í Bretlandi. Þau stefna nú á tónleikaferðalag um Bretland í apríl.