Ég hef tekið eftir því hvað það eru rosalega margir sem hata Birgittu. Ég hata hana ekki, enda hef ég ekki ástæðu til þess. Lagið var fínt, söngkonan ágæt, en samt ekki nógu gott lag í Eurovison. Svo mikið ryksugulag eitthvað. Þið vitið..sem hljómar í útvarpinu á meðan maður er að ryksuga og taka til … sama klisjan og Angel. All out of luck var snilld.
Samt, mér var alveg sama þótt að Birgitta vann, því að ég var svo fegin að Botnleðja vann ekki. Já, ókey! Nú eru einhverjir brjálaðir. En mig langar að benda ykkur á eitt, Eurovision SONGcontest er don't worry be happy, let it swing, gleðibanki…blablabla..keppni. Allir voða glaðir eitthvað. Það er engin þörf á að breyta til. Þeir sem það vilja geta bara gert sina eigin keppni. Alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið lengi að ná þessu. Þetta hefur ekkert breyst og er ekkert á leiðinni að breytast…af hverju? Af því að Fólk vill hafa þetta svona.

Brosandi stelpur, nú eða strákar, eða bara eldri fólk að syngja eitthvað hresst gleðilag með rosastuð viðlagi. Sumir vilja kannski að Ísland nái EINHVERNTÍMA langt í Eurovision, og það munum við aldrei gera með Botnleðju, það fatta engir aðrir húmorinn nema við Íslendingar..sumir. Nú sjáiði Selmu. Hún bara brosti og var sæt og söng eins og engill og lenti í öðru. Sjálf hlusta ég lítið á popp en þessi keppni er jólin hjá mér og ég hugsa ekki um neitt annað. Ég gjörsamlega lifi fyrir hana, og til þess að halda manni við efnið þarf að vera eitthvað groovy lag sem allir geta sungið með.

En persónulega er Botnleðja í miklu uppáhaldi hjá mér, ég á nokkra diska og fíla þá í botn, en ekki í Eurovison. Að senda þá í keppnina væri bara til þess að lítillækka Eurovision og fólk yrði bara móðgað. Svo fannst mér svoldið asnalegt hvað þeir voru ÓGEÐSLEGA fúlir með annað sætið á meðan hinir hefðu þokkalega verið sáttir og ánægðir með að fá annað sæti. Svoldið móðgun fyrir hina..ætti að sýna smá mannasiði. (bara persónulegt komment hjá mér..ég er ekki að reyna að æsa neinn upp)

Sjálf kaus ég Ferrari tvisvar og vonaðist til að það vinni. Ég kaus það eftir miklar pælingar og vegna þess að það var lang alþjóðlegast að lögunum og meiri líkur á að sem flestum líki það (fannst mér). Og þar að auki fannst mér lagið gripandi og gott, söngkonan mjög góð og líka mjög sæt.

En ég vona samt sem áður að Birgitta standi sig vel og þeim öllum gangi vel þarna úti. Heil og sæl.
kv. rectum

p.s. hvað kusuð þið og af hverju?<br><br><i> Ég styð <font color=“#0000FF”> klassík </font> og <font color=“#800080”> Skjá einn </font>!! </i>

<a href="http://www.hugi.is/hp"> þetta </a> er snilld!