Hvað vitið þið um FM957?
FM957 er í eigu Íslenska Útvarpsfélagsins, eða Norðurljósa, sem er á endanum í eigu Jóns Ólafssonar, ásamt auðvitað Radio X, Létt, Bylgjan, Stöð 2 og allt þetta batterí. Einnig er í eigu Jóns plötuútgáfufyrirtækið Skífan, sem að flytur inn geisladiska með ákveðnum “listamönnum” og gefur einnig út íslenska tónlist. Það sem að vakti áhuga minn á þessu öllu saman var PoppTíví, þar sem að hlustendum gefst kostur á að velja sér lög, en alls ekki hvaða lög sem er, heldur lög sem hafa verið valin, ekki af hlustendum sjálfum, heldur af bissnissmönnum sem eru að reyna að selja plötur. FM957 fylgir ákveðnum reglum (líka Radíó X og hinar ruslstöðvarnar sem Norðurljós á), sú regla er einfaldlega sú að það má BARA og EINUNGIS spila lög í útvarpið af svokölluðum “Playlista”, sem er fyrirfram ákveðinn listi af lögum sem skal spilaður, sama hvað hlustendur hringja inn og biðja um, ef reglur Playlistans eru brotnar, þá skal sá starfsmaður umsvifalaust rekinn. Sama sagan á PoppTíví, fyrirfram ákveðin lög. Plottið er í rauninni mjög einfalt, spilum þetta bara aftur og aftur og nógu oft, segjum reglulega hvað þetta er heitt og svalt, og á endanum fara krakkarnir að biðja um þetta. Ég er að biðja ykkur, í Guðanna bænum krakkar, fariði að róta í plötusafninu hjá mömmu og pabba, þar hljótið þið að finna alvöru tónlist sem ekki er í endalausum hringjaleikjum hjá peningagráðugum stofnunum.