Ég man ekki hverjir voru í hvaða sætum á Samfés söngkeppninn!
En stemmingin var geggjuð og öll klappliðin voru geðveik!
Alls voru um 50 atriði og það var mjög skemmtilegt!
Playstation-keppni var og súmóglímukeppni voru í gangi! (Mjög fyndið að fylgjast með súmó)
Kynnirnir voru Auddi og Sveppi og voru þeir mjög skemmtilegir, þeir fóru nú t.d. í áskorunarkeppni, og það var klappað fyrir þeim báðum og sá sem fékk meira klappið mátti slá hinn 2 sinnum, en hinn bara 1sinni! Þer fengi jafn mörg fagnaðarlæti og fengu þeir þá báðir að slá hvorn annan tvisvar sinnum (Mjög fyndið). Síðan þá strippaði Sveppi!!!!!
En í heild þá var þessi söngkeppni bara mjög skemmtileg og auðvitað ætlar maður að fara á ballið, sem verður einhvern tíma í byrjun mars! Þar á meðal mun Írafár, Sálin, Igor og Búgdrýgindi koma fram……
Ég mæli með Samfés…….