Íslenskt popp verður sífellt betra með árunum að mínu mati.Það eru margar hljómsveitir núna í poppinu, það eru t.d. Írafár, Í svörtum fötum, Sálin sem er ekki að gera mikið núna, Buttercup, Á móti sól og margar aðrar hljómsveitir.Quarashi teljast ekki sem popp held ég.
Þetta verður örugglega skemmtilegt áhugamál en meira um íslenska poppið.
Írafár er nýjasta hljómsveitin af þeim sem ég var að nefna og hefur þotið upp vinsældarlistann.Birgitta Haukdal, söngkonan er líka með Pikk Tíví á Popp Tíví.Það er flott að vera komin með enn eitt´áhugamálið á huga og vonandi verður það stórt eins og hin.