Svona lítur playlistinn minn út eins og ég gerði hann fyrir viku :) Tek það fram að ég hlusta eiginlega bara á rólega tónlist, allt sem hægt er að hlusta á ;]
1. Dear Mr. president - Pink.
Verð að segja að ég grenjaði þegar ég heyrði textan, svo góður var hann. Mjög flott lag, sem ég allavega get ekki fengið leið á.
2.The pieces don't fit anymore - James Morrison
Veit, dálítið síðan það kom út, en þetta er bara ekki lag sem ég hætti að hlusta á, finnst það flott í alla staði.
3.Pieces - Rascal Flatts.
Gróf þessa hljómsveit upp í byrjun árs 2005, man ekki einu sinni hvar :) síðan þá hefur þetta verið uppáhalds hljómsveitin mín, enda spilar hún mjög góða nútíma kántrí tónlist. Þetta lag fíla ég sérstaklega útaf textanum. Flott lag sem ég get hlustað aftur og aftur á.
4.Truly, madly, deeply - Cascada.
Vinkonu lagið mitt, þar sem ég og besta vinkona mín elskum það :) ekta svona feelgood lag.
5. Your guardian angel - The Red jumpsuit apparatus.
Rosalega gott lag, með ennþá betri texta. Vinkona mín sendi mér það, og það hefur bara ómað í hausnum á mér :) Alveg virkilega flott lag sem ég mæli með.
6. I melt - Rascal flatts.
Annað flott lag með þeim. Þeir eiga bara góð lög. Svo er söngvarinn svo góður, veit ekki um neinn sem toppar Gary Levox. Allavega, annað mjög gott lag ;)
7. All good things come to an end - Nelly Furtado.
Eina sem ég get sagt, gott lag.
8. If everyone cared - Nickleback.
Rosalega flott lag, og textinn er bara beint í hjartað :) hehe ;] Flott lag og flott hljómsveit.
9. What hurts the most - Rascal Flatts.
Uppgötvaði það í fyrra, enda er það bara flott lag sem ég fæ ekki leið á, söngurinn óaðfinnanlegur og ennþá betra myndaband. Minnir að ég hafi sent textann inn í desember á /romantik.
10. We might fall - Ryan Star.
Þetta er bara klassískt rólegt píanó-lag, og ég heillaðist strax af því hvað hann er rólegur er hann spilar og syngur það.
11. Bless the broken road - Carrie Underwood og Rascal flatts.
Rosalega flott lag sem Carrie tók í American Idol, og þetta fallega lag, varð bara betra eftir að Carrie söng þetta með Gary.
12. Walk tall - John Cougar Mellencamp.
Þetta er svona ekta lag sem maður brosir við, maður verður bara einhvernveginn svona :) á svipinn, því þetta er flott lag í alla staði, enda fjallar textinn um okkur sjálf og hvað við getum gert og fáir sem komast í skó Johns.
13. Not ready to make nice - Dixie Chicks.
Virkilega flott kántrí lag, og ég er mikið fyrir svona tónlist, vel útsett og vel sungið.
14. Home - Daughtry.
Yndislegt lag með ennþá betri hljómsveit, hélt alltaf með honum í Idolinu ;]
Svona lítur playlistinn minn út sem ég gerði um það bil 15. mars eða e-ð, man ekki alveg dagsetningu. Sum lög hérna gömul, en það þýðir ekki að mér finnist þau ekki góð, enda er ég sú manneskja sem fær ekki leið á góðum, rólegum gítar- eða píanó lögum.
Takk fyrir mig.
can we leave the light on, boss ?