Hellogoodbye Ég er búin að vera mikill aðdáandi Hellogoodbye lengi og loksins er byrjað að spila þessa hljómsveit í útvarpinu og Íslendingar geta kynnst henni. Ég ætla að skrifa um hvað þeir eru búnir að gefa út, hvað er á því og skrifa smá um hana með.

Hellogoodbye var mynduð í Huntington Beach í Kaliforníu árið 2001 og eru meðlimirnir Forrest Kline, Jesse Kurvink, Marcus Cole og Chris Profeta. Fyrsta platan þeirra í fullri lengd kom út árið 2006 og heitir hún Zombies! Aliens! Vampires! Dinosaurs! eftir að Hellogoodbye (EP) og OMG HGB DVD ROTFL (DVD) voru gefin út.
Zombies! Aliens! Vampires! Dinosaurs! er fyrsta platan frá þeim og mér finnst hún persónulega vera mjög góð. Hún var gefin út í ágúst árið 2006 af Drive-Thru Records. Hún seldist í yfir 40,060 eintökum fyrstu vikuna, og komst þá #13 á Billboard 200 listanum og #1 á bæði áháða hljómplötu vinsældarlistanum og internet hljómplötu vinsældarlistanum.
Lögin á plötunni eru:
1. “All of Your Love” – 2:56
2. “Here (In Your Arms)” – 4:00
3. “All Time Lows” – 2:44
4. “Stuck to You” – 2:44
5. “Homewrecker” – 2:31
6. “Oh, It Is Love” – 4:00
7. “Baby, It's Fact” – 3:17
8. “Figures A and B (Means You and Me)” – 2:21
9. “I Saw It on Your Keyboard” – 3:03
10. “Touchdown Turnaround (Don't Give Up on Me)” – 2:30
11. “Two Weeks in Hawaii”– 4:51


Hellogoodbye er sjálftitlað EP frá Hellogoodbye. (EP – Extended Play, þegar geisladiskar eru með fleiri en einu lagi og geta ekki verið smáskífur en of litlir til að vera kallaðir hljómplötur). Þetta var gefið út í ágúst árið 2004. Þessu EP var hlaðið niður 300,000x og þegar þetta var gefið almennilega út hálfu ári seinna var þetta selt í 80,000 eintökum.
Lögin á plötunni eru:
1. “Shimmy Shimmy Quarter Turn” – 3:13
2. “Call n' Return” – 2:17
3. “Bonnie Taylor Shakedown… 2K1” – 2:33
4. “Jesse Buy Nothing… Go to Prom Anyways” – 2:50
5. “Dear Jamie… Sincerely Me” – 8:34
6. “Bonnie Taylor Shakedown… 2K4” – 2:32
Ég varð algjörlega ástfangin af laginu Dear Jamie… Sincerely Me. Þannig byrjaði ég að hlusta á þá meira og meira.

OMG HGB DVD ROTFL er DVD og var gefin út í nóvember árið 2005. Það eru 2 klukkutímar af tónlistarmyndböndum, myndbönd frá tónleikaferð þeirra í fullri 40 mínútna lengd og 30 mínútur af órafmagnaðri tónlist.
Titillinn stendur fyrir “Oh My God/Hellogoodbye/Digital Versatile Disc/Rolling On The Floor, Laughing” sem er notað mikið á netinu. Þetta átti fyrst bara að heita þetta þangað til að þeir myndu finna betri titil fyrir þetta en svo festist þetta við DVD-inn og þeir höfðu það bara þannig.
Efni á DVD-inu:
1. “Call n' Return (Say that You're into Me)”
2. “All Time Lows”
3. “Figures A and B”
4. “Dear Jamie… Sincerely Me”
5. “Homewrecker”
6. “Here in Your Arms”
7. “Bonnie Taylor Shakedown… 2K1”
8. “Oh, It Is Love”
9. “Shimmy Shimmy Quarter Turn (Take It back to Square One)”
10. “Touchdown Turnaround”
11. “Jesse Buy Nothing… Go to Prom Anyways”

Árið 2002 byrjuðu Hellogoodbye að spila á innanbæjartónleikum fyrir framan hundruði manns án þess að hafa gefið eitthvað efni út. Jafnvel þó að Drive-Thru Records hafi skrifað undir samning við Hellogoodbye í janúar 2004, þá gerir hljómsveitin samt allt sjálf, allt frá upptökum og skreytingum á geisladiskunum að plaggötum og hljómsveitarvörum.
Í janúar árið 2007 var smáskífan “Here (In Your Arms)” endurvakin á Top 40 radio og komst á Billboard Hot 100 listann (Hæsta: #14). Í sama mánuði komu þeir í þáttinn “The Late Late Show” með Graig Ferguson og heldu af stað í tónleikaferð um Japan og Bretland. Opnunar atriðin voru hljómsveitirnar “Houston Calls” og “Plain White T’s”.

Þeir eru nú á tónleikferð með “The Hush Sound“ (grein fáanlega um þau hér) og “The Rocket Summer”. Plús “The Secret Handshake” og “A Cursive Memory” á völdum dögum. (1 apríl – 23 maí)
Vefsíða: http://www.hellogoodbye.net/
MySpace: http://www.myspace.com/hellogoodbye
Myndband: http://www.roxwel.com/player/hellogoodbyehereinyourarms.html?detect_mediatype=flv&detect_bitrate=_300

(Allar upplýsingar teknar af wikipedia)
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33