Mest spiluðu lög 2006 Ákvað að senda inn eina grein hingað svona til að lífga aðeins upp á þetta áhugamál og líka útafþví að hið yndislega ár 2006 er að kveðja okkur, aðeins nokkrir klukkutímar eftir.

Hér er listi yfir svona mest spiluðu lög 2006, aðalega af Fm957 sú stöð á til með að ofspila lög. Ef ég gleymdi einhverju látiði þá bara vita.

Everytime we touch – Með Cascada var mest spilaða lag 2005 og 2006, sá manneskja sem fékk þetta lag ekki á heilan var heppin. Persónluega finnst mér þetta lag ekkert svaka spes og í hvert sinn sem ég heyri það langar mig að öskra, en þetta er bara mín skoðun.

Crazy – Með Gnarls Barkley, án efa eitt af bestu lögum ársins og frábært lag í alla staði. Gnarls Barkley heldur áfram að gera frábær lög, þótt að ég hugsi að þetta hafi verið eitthvað “One hit wonder” dæmi. Vona samt að við eigum eftir að heyra meira frá þeim á næsta ári. Does that make me crazy…Does that make me crazy….lalalalala…

Botten Anna – Basshunter gerði allt vitlaust með þessu lagi í lok sumarsins. Persónlulega ekki mitt uppáhalds og ekki hrifin af þessum gaur, en þetta er partý lag og vel hægt að dansa og skemmta sér við það.

Dance Dance – Fallout boy kallaði þarna yfir sig æði á Íslandi hjá Fm hlustendum og var þetta ofur ofspilað af Fm 957, gott lag, flott stuð lag, skemmtilegt skemmtilag. Þeir sem hafa einhvern áhuga á þeim þá mæli með að þeir tékki á nýjasta lagi þeirra This aint a scene, It’s an arms race. Frábært lag í alla staði.

Sexy Back – Justin Timberlake með flotta endurkomu inn í tónlistarheiminn, frábært lag í alla staði. Verð að viðurkenna að það tók sinn tíma í að átta sig á því að það væri Justin að syngja þetta frábæra lag en það kom seinna. Platan hans er frábær besta lagið á honum er þó ekki þetta heldur Losing My way.

Where’d you go – Þetta lag var mikið spilað í sumar, og einstaklega flott lag, blanda af söng og rappi. Með Fort Minor, Hef ekki heyrt mikið frá þeim síðan þetta lag var gefið út.

Better together – Jack Johnson gerði þetta rólega lag sem var mikið spilað fyrr á árinu. Sæt lag og vel hægt að hlusta á það ennþá, þrátt fyrir mikla ofspilun.

Hvar sem ég Fer – Hver man ekki eftir Rockstar Supernova þar sem Magni keppti um titilinn sem besti rokksöngvari og stað í hljómsveti Tommy Lee. Á meðan Magni var úti að syngja úr sér lungun var þetta lag mikið spilað hérna heima.

Maneater – Hér kemur ein spurning, hvað gerðist við Nelly Furtado? Hvað varð um skemmtilegu söngkonuna sem sem söng I ‘m Like a bird sem var frábært? Ekki mitt uppáhalds lag í ár, frekar leiðinlegt eiginlega, en það var catchy og maður fékk það á heilan.

For you I will – Unglingurinn Teddy Geiger bræddi alveg örugglega nokkur hjörtu í stelpum út um allan heim með þessu lagi. Skemmtilegt lag, en varð doldið þreytandi til lengdar. Sem stelpa verð ég nú samt að viðurkenna að hann er sætur.

Barfly – Þetta lag með Íslensku hljómsveitinni Jeff Who var ofspilað á öllum útvarpstöðum landsin. Gott lag og skemmtilegt, en maður fékk leið á því eftir of mikla spilun.

Chasing Cars – Þetta yndislega lag sem var svo sannarlega ofspilað á Fm957, með hljómsveitinni Snow Patrol gerði í raun marga reiða, sumir voru móðgaðir að það væri verið að spila það á FM, skil það ekki alveg, það sama mætti segja um Barfly, veit um nokkra sem voru ekki sáttir við að þessi lög væri verið að spila á Fm 957.

Buttons – Með Pussycat Dolls , þetta lag var svo sannarlega ofspilað eins og hvert einasta lag með þessari svokölluðu hljómsveit Pussycat Dolls. Lag sem maður fær á heilan og vel hægt að dansa við. Hvaða lag var nú bara ekki ofspilað með Pussycat Dolls í ár.

Hips Don't lie - Þetta lag með Shakiru var það eina sem maður heyrði um tíma. Skemmtilegt lag fyrst, en fékk frekar leið á því til lengdar og er eiginlega ennþá með hálfgert ógeð á því. Þrátt fyrir það flott lag og mikið stuð lag.

One - Mary J Blidge og U2 gerðu þetta lag saman, upprunalega aðeins með U2. Ekki voru allir sáttir við þetta lag þegar það kom út eins og gerist oftast þegar vinsæl lög eru tekinn aftur af öðrum tónlistarmönnum. En mín skoðun á þessu lagi eru aðeins góðar skoðanir. Frábært lag í alla staði.

Önnur ofspiluð lög í ár:
Öll Nickelback lögin
Til Hamingju Ísland
Big City life – Mattafix
Roxanne – Dilana
Shake that – Eminem
I wish I was a punk rocker – Sandi Thom
I write sins not tradegies – Panic! At the disco
Flest lög með Rihana þá sérstaklega Unfaithfull
Walk Away – Kelly Clarkson
Hurt – Christina Aguilera
No tomorrow - Orson

Nú eins og ég segi efst, ef eitthvað gleymdist láta vita. Vona að þið fyrirgefið þær stafsetninga villur sem eru í greininni ef það eru einhverjar.

Vonum að árið 2007 verði gott ár fyrir popptónlist bæði áhugamálið og tónlistarstefnuna.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!