Panic! At The Disco - Mér er sama hvaða gerð tónlistar þeir eru, ég læt þetta bara hér -

Saga hljómsveitarinnar

Byrjunin

Panic! At The Disco var stofnuð af skólabræðrunum Ryan Ross og Spencer Smith í úthverfum Las Vegas, Nevada. Þeir fengu skólafélaga sína Brent Wilson á bassa og Brendon Urie sem söngvara í hljómsveitina. Þeir fengu nafnið Panic! At The Disco frá laginu Panic með hljómsveitinni Name Taken.

Til að koma tónlistinni sinni á framfæri þá sendu þeir Pete Wentz (úr Fall Out Boy) lögin sín og hann fékk strax áhuga á þeim. Hann keyrði til Las Vegas til að sjá þá spila í bílskúr og eftir það sagði hann þeim að hann vildi gera við þá plötusamning.

Skref í átt að frægð

Panic! At The Disco kom fram í þáttinum TRL, sem sýndur er á MTV, 17. janúar 2006. Þar frumsýndu þeir myndbandið við lagið “I Write Sins Not Tragedies”. Söngvarinn Brendon Urie segir að þeim finnst lagið og myndbandið vera ofspilað. “'I Write Sins Not Tragedies' er ekki eina lagið sem við höfum gert”. Myndbandið fyrir “I Write Sins Not Tragedies”, hefur hrollvekjandi sirkus brúðkaups þema, í því koma fram Lucent Dossier Vaudeville Cirque. Það byrjaði nr. 10 á TRL niðurtalningunni, sem ýtti plötunni þeirra A Feaver You Can´t Sweat Out á toppin á óháða Billabord listanum og nr. 13 á Billabord 200 listanum í júli 2006.

“I Write Sins Not Tragedies” myndbandið er meðal mest spiluðu myndböndunum á YouTube, sem þýðir að horft hefur verið á það meira en 5 milljón sinnum. Það er líka mest beðið um það á New York borgar útvarpinu Z100, og bæði “I Write Sins Not Tragedies” og “The Only Difference Between Martyrdom and Suicide Is Press Coverage” hafa verið á The Interactive Nine at Nine with Romeo á sama tíma.

Seinna myndbandið sem þeir gerðu var fyrir lagið “But It's Better If You Do,”. Söguþráður myndbandsinns felur í sér hljómsveitina að spila á “speakeasy” í Bandaríkjunum árið 1930. “Nýja mynbandið okkar á að sýna aðdáenum okkar myrkan og afskekktan stíl okkar.” segir Brendon Urie. Smáskífan var gefin út 1. mái í Bretlandi og lenti strax í 23 sæti. Sama mánuð luku þeir við fyrsta tónleikaferðalagið þeirra um Evrópu. Allir tónleikarnir voru uppseldir, og sumir seldust upp meira að segja á nokkrum klukkutímum. Eftir þetta hófu þeir tveggja mánaða tónleikaferðalag um norður Ameríku með The Hush Sound, Ok Go, The Dresden Dolls og Lucent Dossier Vaudeville Cirque hópnum sem opnunaratriði.

Í júlí gáfu þeir út þriðja myndbandið við “Lying Is the Most Fun a Girl Can Have Without Taking Her Clothes Off”. Myndbandið inniheldur fólk með fiskabúr á höfðinu að ganga á götu sem lítur út eins og backlot á stúdíói. Myndbandið sýnir hljómsveitina aðeins einu sinni, sagt er að það hafi verið útaf því að þeim hafi fundist útlit þeirra draga athyglina frá tónlistinni þeirra.

Remixuð útgáfa af laginu þeirra “The Only Difference Between Martyrdom and Suicide Is Press Coverage” getur veirð fundin á opinbera geisladisknum frá myndinni Snakes on a Plane. Lagið, sem náði 5 sæti á Billaboard Modern Rock listanum, er áætlað sem næsta smáskífa þeirra fyrir Pop útvarpsstöðvar.

Hljómsveitin hefur komið fram ásamt Fall Out Boy, Marilyn Manson og öðrum hljómsveitum á séstakri útgáfu Tim Burton's The Nightmare Before Christmas geisladisknum. Myndin verður endur útgefin í 3D 20 október 2006.


Snemma í ágúst fór A Fever You Can't Sweat Out platinum, sem þíðir að það hafi selst yfir eina milljón.


Brottför Brent Wilson

Hljómsveitin tilkynnti opinberlega brottför bassaleikara þeirra, Brent Wilson, með skilaboðum á heimasíðu hljómsveitarinn 17. maí 2006. Engin opinber ástæða var gefin fyrir frávikinu, síðar fullyrti Brent að honum hafði verið hent úr hljómsveitinni. Í sömu tilkynningu stóð að vinur þeirra Jon Walker myndi fylla í skarðið fyrir hann á sumar tónleikaferðalaginu þeirra, meðan þeir leituðu að öðrum bassaleikara. 3. júlí sama árs, var myspace síðu þeirra breytt og þar bætt Jon Walker inn á síðuna sem bassaleikari og stuðningssöngvari, og núna er hann talinn meðlimur P!ATD.


Athyglisverðar uppákomur

Þegar P!ATD var að spila opnunarlagið á tónleikum 25. ágúst, henti óþekktur áhorfandi glerflösku á sviðið sem hitti á höfuðið á Brendon Urie söngvara P!ATD. Hann féll á sviðið og hljómsveitin hætti að spila. Eftir nokkrar mínútur stóð hann aftur upp og hrópaði til áhorfendanna: “You can’t take me out! Let's see how well you guys do with my left side,” og héldu áfram með sama lagið á sama stað.

Á MTV Video Music Awards 2006 vann myndbandið við “I Write Sins Not Tragedies” myndband ársins og unnu þar með tónlistarmenn eins og Christinu Aguleru, Shakiru, Madonnu og Red Hot Chili Peppers. Þegar þeir voru að ganga að sviðinu til að taka við verðlaununum, voru þeir truflaðir af manni sem hét Six, sem auglýsti sig í um fimm sekúntur áður hann var dreginn af sviðinu af öryggisgæslunni. Myndavélin súmmaði svo aftur á hljómsveitina. Jon Walker bassaleikarinn grínaðist með þetta og sagði: “þetta var allt planað!” og hljómsveitin tók svo á móti verðlaununum. Panic! At The Disco spilaði líka lagið sitt “I Write Sins Not Tragedies” á verðlaunaafhendingunni.

*

Núna eru þeir að hefja tónleikaferðalag um Bandaríkin sem heitir Nothing Rhymes With Circus Tour með Bloc Party og Jack´s Mannequin sem opnunaratriði. Þeir eru líka byrjaðir að skrifa næstu plötu og síðasta myndband hljómsveitarinnar af A Feaver You Can´t Sweat Out verður við lagið “Build God, Then We´ll Talk” og er núna í vinnslu.

- Ég þýddi þessa grein af wikipedia og sendi þetta líka inná íslenska Wikipedia. Vona að þetta hafi verið fróðlegt :) -
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."