Jæja. Örugglega hafa margir haft álit sín á Silvíu Nótt, eða Silvíu Night eftir að hún tók þátt í Eurovison og varð fræg í öðrum löndum. Silvía Night hefur sína frábæra eiginleika og er klár í að syngja. Hún er rosa fræg á Íslandi og margir krakkar einfaldlega dá hana fyrir hversu þorin hún er. Fötin hennar eru bara æðisleg og að mínu áliti þá dái ég hana. En í eurovision þá fór hún aðeins of langt með orðbragðið, skapið og mannasiðina í fréttamennina. Eins og þegar allir voru í herberginu þegar kynna var stiginn. Þá var aldrei sýnt hana. Svo var bara dónalegt að púa á hana! Gríska fólkið ætti að skammast sín! En ég ætla að halda mig við málið. En þegar hún var búin í Eurovision þá var hún eiginlega bara “búin” , er varla í tískunni lengur. Frægðin er að klárast. Mér finnst ekki lengur “töff” að vera með Silvíu í dp. En það er mitt álit. Einnig er hún með of mikla “stjörnustæla”. Mér finnst hún láta eins og hún er of góð fyrir Ísland. Litla landið okkar. Það minnkaði frægðina, eða álit fólks á henni hérna á Íslandi. Td þegar hún mætti ekki á Esso í eiginhandaáritanir þegar fullt af fólki og börnum beið eftir henni, það var dónalegt og mannasiðalaust. Það vakti ábyggilega pirring hjá fullt af fólki. Meðal annars byrjaði álit mitt á henni að dofna. Ég man þegar hún byrjaði, þá vissu ekki margir hvort hún væri að djóka eða að henni var í fullustu alvöru og væri bara brjáluð stelpa en með gelgjuna. En núna vita allir að þetta er leikur og húmor í þessu. En stundum gengur húmorinn of langt. Samt einfaldlega dái ég Silvíu Nótt hvernig hún stóð sig á sviðinu í Grikklandi eftir að púað var á hana.
en gæti verið að hún sé “búin” ?
eru hennar 15 minutes of fame að klárast?
ps. senti þetta líka á eina heimasíðuna mína [folk.is/-thinking]
þannig þetta er ekki stolið, þetta er mitt eigið verk;)