gerði þessa ritgerð fyrir skólan. áttum að skrifa í sögu303 um eitthvað sem hefði breytt einhverju á 20 öldinni. ákvað að skella þessu hérna inn líka.. vona þið hafið gaman af..


Michael Jackson er konungur popptónlistarinnar. Hann er einn frægasti og umdeildasti tónlistarmaður tuttugustu aldarinnar, en hann er ekki síður frægur fyrir allt sem hefur gerst hjá honum fyrir utan tónlistina. Ef talað er um Michael Jackson í dag er nánast einungis munað eftir réttarhöldunum og öllu sem þeim fylgdi, en margir gleyma tónlistinni og öllu því sem hún breytti. Ég ætla að henda inn nokkrum skemmtilegum og góðum staðreyndum um feril hans, og hversu ótrúlega miklu hann breytti í tónlistarheiminum.

Michael Joseph Jackson fæddist þann 29. ágúst 1958 í smábænum Gary í Indianafylki í Bandaríkjunum. Hann var sjöundi í röðinni af alls níu systkynum. Fjölskyldan bjó í lítilli tveggja herbergja íbúð, og voru öll börnin alin upp í trúarhópi Votta Jehófa og stunduðu guðspjallaboðun í nágrenninu. Foreldrar Jackson læstu börnin sín inni í húsinu þegar þau voru á kvöldvöktum í vinnuni, og þeim var bannað að gera nokkurn skapaðan hlut. Krakkarnir létu það þó ekki á sig fá og læddust iðulega út til nágranna og vina þar sem þau léku sér að syngja og spila á hljóðfæri, og þaðan kom hljóðfærakunnátta þeirra systkyna. Stundum stálust bræður Michaels til að spila á gítar föður sins, og þegar það komst upp skipaði hann þeim að spila fyrir sig. Bræðurnir spiluðu, sungu og dönsuðu fyrir pabba sinn, og þá fyrst fattaði hann hæfileika þeirra og ákvað að flytjast til Kaliforníu til að koma þeim á framfæri. Bræður Michaels, Jackie, Tito og Jermaine og tveir nágrannar þeirra stofnuðu band, og kölluðu sig ,,The Jackson Five”, og ekki leið á löngu þar til Michael var orðinn aðalsöngvari þeirra, aðeins átta ára gamall.

Eftir að Michael varð aðalsöngvari hópsins fóru þeir að spila á börum og tónleikastöðum á túr sem hét ,,Chitlin´ Circuit.” Það var gert sérstaklega fyrir svertingja sem vildu koma sér á framfæri, og má helst nefna að Led Zeppelin var uppgvötaður á þessum sama túr. The Jackson Five sömdu við Motown Records árið 1968 og fluttist Jackson fjölskyldan til Los Angeles í kjölfarið. Á næstu 6 árum átti bandið sjö hittara sem fóru á toppin í Bandaríkjunum, og voru þeir orðnir nokkuð þekktir. Á meðan bandið var á mála hjá Motown Records gaf Micheal út fjórar sólóplötur, sem innihéldu nokkra stóra smelli. Þar má helst nefna lagið ,,Ben” sem var á toppnum í Bandaríkjunum í eina viku, og gerði Michael að yngsta sóló-söngvaranum til að eiga lag á toppnum, aðeins fjórtán ára gamall.

Árið 1975 skrifuðu The Jackson Five undir plötusamning hjá Epic Records, og voru kærðir af Motown Records í kjölfarið. Bandið þurfti að breyta um nafn og tók þá upp nafnið ,,The Jacksons.” Þeir drengir spiluðu þá víðsvegar um heiminn og gáfu út 6 plötur á árunum 1976 og 1984 og nutu mikilla vinsælda. The Jacksons héldu áfram að spila allan áttunda áratuginn þrátt fyrir að Michael og bróðir hans Marlon væru hættir, og bandið hætti árið 1990. Nokkrir góðir hittarar sem The Jacksons gáfu út voru til dæmis Blame It On The Boogie, Heartbreak Hotel og Can You Feel It.

En þá að sólóferli Michaels Jackson sem er jú aðalatriðið. Jackson lék eitt af aukahlutverkunum í myndinni Galdrakarlinn í OZ, og þar komst hann í kynni við Quincy Jones sem sá um tónlistina í myndinni. Jackson og Jones byrjuðu þá að vinna saman, og stjórnaði Jones upptökum á plötunni Of The Wall sem kom út árið 1979. Sú plata var í diskó stílnum og innihélt tíu lög, og áttu margir þátt í þeim, en þar má helst nefna Stevie Wonder og Paul McCartney. Platan kom Jackson almennilega á kortið og gerði hann að stjörnu popptónlistar. Platan var árið 2003 kosin í 36. sæti af bestu plötum í heimi.
Árið 1982 gaf svo Jackson út plötuna Thriller, sem breytti heiminum, plötu sem er enn mest selda plata í tónlistarsögunni, en hún hefur selst í yfir 50 milljón eintökum. Platan á enn metið í að vera í efsta sæti Billboard listans, en hún sat á toppnum í einar 37 vikur. Platan kom út á þeim tíma sem tónlistarmyndbönd fóru að verða vinsæl. Myndbandið við Billie Jean var gefið út til að auglýsa plötuna og varð fyrsta myndbandið eftir svartan tónlistarmann til að komast í reglulega spilun hjá sjónvarpsstöðinni MTV. Jackson hafði þann sérstaka hátt að gera myndböndin sín að einskonar stuttmyndum. Myndbandið við lagið Thriller var fjórtán mínútna langt og var mest selda spólan á þessum tíma.
Líklega þekktasta ,,vörumerki” Jacksons var fyrst séð árið 1983, þegar hann tók ,,moonwalkið” við lagið Bille Jean í sjónvarpsþætti Motown Records. Moonwalkið er líklega þekktasta dansspor allra tíma enda alveg óóótrúlega töff. (sagt með áherslu á ó, ekki innsláttarvilla)


Jackson fékk fáránlega mikla athygli fyrir plötuna, enda meistaraverk. Árið 1984 vann hann til átta verðlauna á ,,American Music Awards” og fékk átta Grammy verðlaun, Thriller fór í heimsmetabók Guinnes fyrir mest seldu plötu í heimi, hann var heiðraður af þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, og fékk stjörnu sína í ,,Hollywood Walk Of Fame” sem allir þekkja. Í ár var platan búin að ná 26 sinnum platínusölu í Bandaríkjunum. Til gamans má geta að á hátindi sölu plötunnar, var hún seld í yfir milljón eintökum á viku.
Thriller breytti tónlistarsögunni svo um munar, og var í rauninni byrjunin á því sem við köllum í dag popptónlist, þó popptónlist í dag sé orðin gegnumsýrð af einhverju beatbox rugli og ekkert varið í þetta lengur. Á Thriller má til dæmis finna hin geysivinsælu lög Thriller, The Girl Is Mine, Beat It, og Billie Jean.

,,Bad” kom út árið 1987 og naut mikilla vinsælda. Jackson fór þá í heimstúrinn sinn og það seldist upp á öll sjóvin um allan heim. Túrinn sló öll aðsóknarmet sem höfðu verið sett áður, og Jackson átti eftir að slá þau öll aftur. Platan varð aldrei eins vinsæl og Thriller, en náði samt nokkrum platínusölum. Jackson skrifaði næst undir 890 milljón dollara samning við Sony Records árið 1991 og gaf út plötu strax sama ár. Sú plata hét Dangerous. Jackson hafði hætt samstarfi sínu við Quincy Jones og fékk Teddy Riley til að stjórna upptökum á Dangerous. Platan seldist í 32 milljónum eintaka og er næst söluhæsta plata Jacksons á eftir Thriller. Jackson var þekktur eins og áður segir fyrir löng og rándýr myndbönd. Margir heimsfrægir einstaklingar hafa komið fyrir í myndböndum með Jackson og má helst telja upp Slash úr Guns´n Roses, Freddy Mercury og Queen, Michael Jordan, Eddie Murphy, Magic Johnson og Naomi Campbell. Black or White er líklega mest spilaða myndbandið af Dangerous disknum, og talið að frumsýningin á því hafi fengið mest áhorf á frumsýningu tónlistarmyndbands frá upphafi. Myndbandið var eitt það fyrsta þar sem tæknibrellur voru notaðar í sjónvarpi.

Þessar fjórar plötur Jacksons voru nóg til að gera hann að einni af stæðstu stjörnum tónlistarsögunnar. Plöturnar sem þar komu á eftir eru ekki jafn stórtækar, þó þær séu mjög góðar, en það má segja að Jackson hafi sigrað heiminn algjörlega þegar hann gaf út Thriller. Það er hægt að fara ofaní saumana á svo mörgu tengt Jackson og flestir gleyma algjörlega tónlistinni hans. Jackson er pottþétt ennþá einn besti poppsöngvari og dansari í heimi og þó víðar væri leitað.=)


Gullli