Antony and the Jonhsons - I am a bird now Sá ekki neina umsögn né umfjöllun um þessa plötu hérna svo ég ákvað að það væri alveg nauðsynlegt að senda eina skemmtilega umsögn inn.

Fyrst aðeins um hljómsveitina

Hljómsveitin er reyndar ekkert meira enn leið fyrir aðalsöngvarann Antony Hegarty til að koma tónlist sinni á framfæri þarsem allir meðlimir hljómsveitarinnar starfa mikið við önnur verkefni.

Antony Hegarty | Aðalsöngvari
Fæddur í Chichester Englandi 1971 og fluttist 1977 til Amsterdam og árið þar á eftir til Kaliforníu þar sem hann settist að.
1990 flyst Antony til New York og fer að vinna fyrir sér sem kabarett söngvari í the Pyramid klúbbnum og 95 tekur hann þátt í tilraunaleikhúsi með hópnum Blacklips sem var frekar undarlegt dragdrotningaatriði.
Svo fer Antony í hljómsveitina The Jonhsons sem var nefnd eftir Marsha P. Johnson sem hóf Stonewall uppþotin í New York 1969.
Það sem veldur því að Antony and the Johnsons standa uppúr er söngur Antony sem er kannski best hægt að líkja við Nina Simone og Morrisey í einum og sama andardrætti í falsetto

Johanna Constantine | dans/gjörningar

Julia Yasuda | gjörningar

Todd Cohen | Trommur

Jeff Langston |Bassi

Joan Wasser | Fiðla, strengjahljóðfæri og söngur/röddun

Maxim Moston |Fiðla og strengjahljóðfæri

Rob Moose | Gítar og fiðla


Lagalistinn á plötunni
Hope There's Someone
My Lady Story
For Today I am a Boy
Man is the Baby
You Are My Sister
What Can I Do?
Fistful of Love
Spiralling
Free At Last
Bird Girl

Platan er gefin út 2005 af Secretly Canadian og er önnur breiðskífa Antony and the Johnsons( sú fyrri var sjálftitluð).

Platan hefst á Hope There's Someone
og fjallar um hvernig Antony óttast að verða einn í heiminum fráskilinn frá ástvinum og því miður þekki ég
ekki betur til hans enn að ég myndi búast við því að þetta lag fjalli um það hvernig fjölskylda hans hafi fjarlægst hann
með árunum eftir að hann hóf dragdrottningarferil sinn og í seinna á plötunni er aftur vísað í þessa “myrkhræðslu”
eða ótta við hvað framtíðin/ellin muni bera fram á borðið


My lady story
Fjallar um ástarsamband Antony við ótiltekinn aðila og hvernig hann hafi verið þurrausinn,svikinn og hann sé ekki heill
maður/kona eftir ástarsamband sitt og að hann þrái að sjá glataða fegurð sína aftur í augnglampa

For today i am a boy
Þetta lag er að mínu mati slakast textalega séð enn lokakaflinn einn og sér gefur laginu einhvern sjarma og þetta er
að mínu mati eina lagið á plötunni sem virðist ekki vera gegnsýrt af angurværð og hálfgerðu vonleysi um að betri tíð
muni koma þótt hann viti betur

Man is the baby
Þetta er eina lagið á plötunni sem hrífur mig ekki á neinn hátt og ég myndi helst túlka það sem einhverskonar frásögn
frá sm sambandi Antony við drottnara eftir að hafa hlustað á restina á plötunni

You are my sister
Antony syngur hér um samband sitt við systir sína og kemur inná myrkhræðsluna sem kemur fyrir í Hopte there's someone
og er enn ein staðfesting á því að þessi plata er einkar persónuleg og er nánast einsog sálarlíf Antony hafi verið framreitt
hrátt og án allrar tilgerðar sem margir tónlistarmenn leggja á sig að standa í einsog t.d. David Bowie með Ziggy stardust
og að túlka tilfinningar sínar í gegnum persónur sem þeir skapa í lögum sínum

What can i do ( sungið af Rufus Wainwright )
Sjálfur hefði ég miklu frekar viljað heyra lagið í flutningi Antony og fjallar um hvernig kvenpersóna/ímynd Antony deyr
inní honum eða hverfur

Fistfull of love

brot úr texta lagsins
“so i'm left to pick up
the hints, the little symbols of your devotion
so i'm left to pick up
the hints, the little symbols of your devotion
i feel your fists
and i know it's out of love
i feel the whip
and i know it's out of love
i feel your burning eyes
burning holes straight through my heart
it's out of love it's out of love”

Hnefafylli af ást olli mér dálitlu hugarangri fyrst þegar ég hlustaði virkilega á lagið í heild sinni og veitir ótrúlega
innsýn í ástarsamband Antony við þess sem sungið er til og hvernig einlægur söngur Antony túlkar ást hins undirgefna
og sama hve illa drottnarinn kemur fram við hann Antony að hann geti tekið því sem ástartjáningu enn lagið sjálft er
í mótsögn við t.d. You are my sister.

Spiraling
Þetta lag segir mér að á þessum tímapunkti ef á plötuna er litið þannig þá sé Antony að falla í þunglyndi vegna þess
hve sár hann/hún sé vegna hlutskiptis síns í lífinu að vera fædd kona í karlmannslíkama og að hann/hún hafi gefist upp
á ástarleikjum vegna ástar sinnar á á aðilla sem er nánast hljóður aðilli í dúett

Free at last
áhugavert lagið útfrá þeim forsendum að þetta er sennilega það lag sem kemst næst því að vera samið í sátt við eitthvað
og að höfundur/Antony hafi sloppið frá þessum millistað sem hann/hún óttast að lenda í þ.e. milli vöku og svefns ljóss/myrkurs
dauða/lífs og svo þótt eini staðurinn sem hann/hún sé föst í sé milli karls og konu enn lagið fjallar um það hvernig sálin frelsast
frá líkamanum og verður kona loksins og getur farið að hitta skapara sinn

Bird Girl
Frekar skringilegt lag þarsem Antony virðist vera að gera sér grein fyrir því að Antony hafi fundið stað sinn í lífinu
og lagið spilar enn einu sinni inná þessar trúarlegu nótur þarsem Antony er að sleppa frá Limbói og að fuglastelpur
geti farið til himna



Þetta verður vonandi langlíf plata þarsem hún spilar inná svo mörg svið sem myndu engann veginn teljast eðlileg í
þessu dæmigerða vestræna samfélagi þarsem Antony syngur um kvalalosta og undirgefni, brjóstnám og Klæðskiptinga

Helstu kostir I am a bird now eru hreinskilni og hvernig hvergi er reynt að fara í kringum hlutina með því að nota
óskýrari orð og þokukenndar tengingar og eftir smá lestur kom það mér til að hlægja að fuglarnir sem talað um séu
typpi og færði mér nýtt sjónarhorn á lögin



Það vildi líka svo skemmtilega til að I am a bird now vann mercury verðlaunin í gær


annars hvet ég alla til þess að hlusta á lögin af I am a bird now hvort sem þið kaupið ykkur plötuna, smáskífur, hlustið eftir þeim í útvarpinu eða hlaðið niður af netinu


Hlekkir og heimildir
http://www.antonyandthejohnsons.com/
http://www.secretlycanadian.com/artist.php?name=antony
http://www.birdantony.altervista.org/

sýnishorn af lögunum
http://www.brainwashed.com/antony/


Antony and the johnsons munu spila 10.desember næstkomandi í Fríkirkjunni og svo spiluðu þeir einnig 21.júlí seinastliðinn á Nasa og ég hvet alla til að mæta og sjá eitthvað óvenjulegt og einstakt :)
We are the hollow men