
Árið 2004 fengu þau plötusamning hjá Heavenly Recordings og tóku upp plötuna 'The Magic Numbers' í byrjun þessa árs. Hún var gefin út á vormánuðum og hefur fengið góða dóma út um allt.
Platan inniheldur 13 lög sem eru öll mjög góð og renna auðveldlega í gegn. Söngurinn hjá Romeo, Michele og Angelu er alveg einstakur. Efast um að ég hafi heyrt í jafn hæfileikaríkum poppsöngvara og Romeo lengi.
Lögin
1. Mornings Eleven - 5:34
Þetta lag er mjög hressilegt og skemmtilegt eins og fyrri hlutinn á plötunni er. Ótrúlega fallegur söngur á rólegu köflunum.
****+/*****
2. Forever Lost - 4:11
Útvarpsvænasta lag plötunnar og er búið að óma frekar oft á Rás 2 og Bylgjunni undanfarið og enn oftar í iPodinum mínum. Stórskemmtilegt lag sem að maður fær auðveldlega á heilann.
****+/*****
3. The Mule - 5:11
Frábært lag, frekar rólegt og söngurinn í því er bara fullkominn. Fjallar um ástina, eins og mörg lögin sem að hann Romeo semur. Klárlega frábært lag.
****+/*****
4. Long Legs - 3:22
Vel hresst lag sem að kemur manni alltaf í mikið stuð. Flottur gítarleikur með svona líka nettum country áhrifum í þessu.
****/*****
5. Love Me Like You - 4:51
Mitt uppáhaldslag á þessum disk, hresst og skemmtilegt með ótrúlega grípandi viðlagi sem að sönglar endalaust í hausnum á mér.
*****/*****
6. Which Way To Happy - 4:27
Rólegt lag, mjög fallegt og vel sungið. Gítarleikurinn alveg brilljant eins og Vala Matt myndi orða það.
****/*****
7. I See You, You See Me - 6:00
Þetta lag er yndislega fallegt. Rólegt og vel sungið. Mér finnst textinn mjög flottur líka og auðvitað fjallar hann um ástina, hvað annað?
****+/*****
8. Don't Give Up The Fight - 2:59
Gott lag, voða lítið annað að segja um það. Vel sungið, röddin klikkar ekki í þessum manni. Bassinn líka plokkaður af mikilli kunnáttu þarna.
***+/*****
9. This Love - 5:40
Rólegt lag, fallegur fiðluleikur hjá Angelu og söngurinn ótrúlegur hjá Romeo og Michele. Örugglega eitt af fallegri lögum sem ég hef heyrt. Á seinni partinu kemur hraðari kafli þar sem að röddin í Michele heyrist vera ónáttúrulega skær og björt. Magnað lag.
****+/*****
10. Wheels on Fire - 4:03
Rólegt lag, vel spilað, vel sungið og í heildina bara gott lag.
***+/*****
11. Love's A Game - 4:48
Eitt af bestu lögum plötunnar, yndislega melódískt, vel sungið, frábærlega spilað og flottur textinn líka.
****+/*****
12. Try - 4:46
Þetta er eina lagið á plötunni sem að mér þykir ekkert sérstakt. Rólegt, vel sungið að sjálfssögðu en frekar flatt og leiðinlegt. Textinn er samt fallegur.
***/*****
13. Hymn For Her - 6:15
Þetta lag er frábær endir á þessari plötu, gítarleikurinn er ótrúlega fallegur og söngurinn fullkominn. Textinn flottur líka. Magnað lag sem að þægilegt er að hlusta á.
*****/*****
—–
Að mínu mati er þetta besti diskur sem ég hef heyrt á þessu ári. Mæli með að allir skelli sér á hann við tækifæri, hann er einn af fáum diskum sem að ég hef verið sáttur við að spreða 2000 kalli í á ævinni.
PS. Hljómsveitarmeðlimir verða seint sakaðir um að vera fallegir.