Gott:
Bandið var fínt og gamlinginn ég hafði gaman af (sérstaklega snilldarlögunum The Chauffeur og Careless Memories)alvöru nýbylgjudiskó!..greinilega í fínu formi LeBon og félagar og setlistinn er vel valinn þó frekar hefði ég viljað heyra Make me Smile eða New Moon on Monday frekar en helvítis Reflexið…
Ekkert út á Duran að setja…
Leaves fínir og eru alveg að gera sig í breska popprokkinu sínu. Fullmikill Doves-fílingur samt í þeim enda Doves besta bandið í þessum geira…
Vont:
Alltof þröngur rammi fyrir B-svæði. Hvað var í gangi með að vera með allt þetta rými fyrir veitingasölu og síðan alltof rúmt um A-svæði. Þetta er della sem þeir verða að laga fyrir Queens..
SKJÁIR ÓSKAST …. Það vantar nauðsynlega tvo skjái í loftinu við hliðina á sviðinu. Þetta er EKKI flókið tæknilegt vandamál og kostnaður er ofmetinn. Þetta var hægt á Reykjavik Music Festival og af hverju ekki núna? Upplifun verður skýrari þegar þú sérð í fólk. Persónulega sá ég ágætlega en ég vorkenndi ansi mörgum sem voru um eða undir 170 cm…
annars fínt kvöld,