Kæru Hugarar.
Ég verð bara aðeins að tjá mig hérna! Mér finnst ýmis tónlist vera komin út í algjöra vitleysu! aðallega poppið,en það er samt ekki það eina!
Svartir,massaðir gaurar með gullkeðjur um hálsinn og með nánast naktar gellur dansandi í kringum sig! Mér finnst að þetta fólk noti útlitið bara til að komast áfram. Að það sé ekkert verið að pæla í hæfileikunum núna heldur bara góðri markaðsetningu. Síðan verður þetta fólk fyrirmyndir fyrir litla krakka! stelpur vilja vera eins og britney og christina og grenna sig,ganga í magabolum,mjaðmabuxum og stífmálaðar af því að það er troðið inn í hausinn á þeim að þetta sé flott! þetta gildir reyndar ekki bara um tónlist,heldur líka leikara og leikkonur um allan heim. Þetta hefur bara svo rosalega mikil áhrif! má maður ekki bara vera eins og maður er? þarf maður alltaf að vera eins og eitthvað fólk út í heimi? ég bara spyr!
Vitiði t.d. um einhverja fræga söngkonu núna,sem er ekki svo grönn að það er eins og að hún sé að detta í sundur? mér finnst þetta bara verið komið út í tómt rugl og vitleysu! en það er bara mín skoðun. Endilega segjið skoðanir ykkar líka! en ef þið ætlið bara að vera með eitthvað skítkast,þá skuluð þið bara sleppa því að skrifa eitthvað!
Hmmm….ég fór kannski aðeins út fyrir efnið í þessari grein,en ég vona að það sé allt í lagi!