Hljómsveitin samanstendur af fimm hressum drengjum sem allir eru fæddir árið 1987. Hljómsveitin hefur starfað frá því í maí 2003, en þrátt fyrir að hljómsveitin sé ung hefur hún spilað á hinum ýmsu stöðum við góðar undirtektir.
Svitabandið var stofnað í mai 2003 af fimm hressum og skemmtilegum piltum allir fræffir árið 1987, þótt að hljómsvetin sé ung hefur hún komið fram á mörgum stöðum.
Meðlimir Svitabandsins : (tekið af www.svitabandid.com)
Arnar Gauti Markússon söngvari hljómsveitarinnar
oftast kallaður Addi, eða \“Addi stóri\”, ekki bara vegna þess að hann er 188 cm að hæð, heldur líka útaf því að hann vann Stóru upplestrarkeppnina í 7.bekk! :)
Guðmundur Óskar Guðmundsson eða Gummi, eins og hann er oftast kallaður er bassaleikari og annar söngvari hljómsveitarinnar. Gælunafnið \“Presley\” var fast við hann í mörg ár eftir að hann tók upp á því að syngja lag eftir kónginn í kústskaft á skólaskemmtun fyrir þónokkrum árum síðan við góðar unditektir.
Rúnar Steinn Benediktsson spilar á gítar. Einfaldlega kallaður Rúnar….! Hann er hress drengur, og á það til að hoppa um með gítarinn á sviðinu þegar hiti er kominn í leikinn! …það var einmitt í einu af þessum stökkum sem hann fékk að upplifa það að detta á sviði fyrir framan a.m.k. 1000 manns ;)
Hjörtur Ingvi Jóhannsson spilar bæði á gítar og hljómborð með Svitabandinu… fjölhæfur maður hér á ferð! Eftir að hann og Gummi unnu Samfés söngvakeppnina heyrðist einhver orðrómur um að hann líktist Chris Martin söngvara Coldplay… dæmi hver fyrir sig ;)
Halldór Geir Halldórson er trymbillinn og ber bumburnar af krafti. Gælunöfnin \“Dóri Drummer\” og \“Gullkyrningur\” hafa loðað við hann innan hljómsveitarinnar en annars er hann yfirleitt kallaður Halldór. \“Gullkyrnings-nafnið\” er dregið af orðinu gullkorn, en gullkornin sem komið hafa af vörum hans eru ófá :)
Ég sjálf hef reyndar bara farið á eitt ball með Svitabandinu, en ég mæli með þessari hljómsveti fyrir böll, árshátíðir og allskonar skemmtanir.
Þeir spila rosa mikið af öðrum lögum en gera þaug mjög góð !