1. Bítlarnir eru rokkhljómsveit, það fer ekkert á milli mála. Þeir spiluðu rock & roll, alveg eins og hljómsveitir á borð við Beach Boys, þetta er óumflýjanleg staðreynd. Rokk nær ekki bara frá Queen til Cannibal Corpse. Bob Dylan, Can, Nick Cave, Velvet Underground, David Bowie, Pink Floyd, Primal Scream, Radiohead (já líka nýja efnið þeirra) og Kinks eru allt dæmi um rokkhljómsveitir og rokktónlistarmenn.
2. Þungarokk inniheldur alls ekki endilega öskur að mestu leyti. Tökum sem dæmi Led Zeppelin. Hljómsveitin sem bjó til heavy metal. Ég veit ekki með þig en ég mundi ekki skilgreina söng Robert Plant sem eintómt öskur.
3. Það má alveg deila um sönghæfileika James Hetfield. Spurningin er sú hvort það skipti raunverulega einhverju máli hversu vel hann syngur. Röddin virkar með þessari tónlist sem Metallica gera, það er það sem skiptir máli.
4. Rapparar syngja ekki (nema í undantekningartilvikum) og þurfa þ.a.l. ekki að vera góðir söngvarar. Ég veit ekki hvað þú átt við með fögrum tónum, hvort þér finnist rapparar almennt syngja illa, eða hvort þér finnist tónlistin almennt leiðinleg. Ég er ekki að verja 50 Cent á nokkurn hátt, ég hef ekki gaman að tónlistinni hans. Ég hlusta aftur á móti töluvert mikið á hiphop tónlist og get alveg sagt þér að flóran þar er alveg jafn fjölbreytt og í öðrum tónlistarstefnum, þó svo að sumir virðist ekki sjá það. Það er ekki hægt að líkja tónlist Nelly og 50 Cent við tónlist manna og hljómsveita á borð við The Roots, Pharcyde, Talib Kweli, Mos Def, Sage Francis, Atmosphere, De La Soul, Tribe Called Quest, Pete Rock & Cl Smooth, Last Emperor, J-Live, Common og Blackalicious. Það væri eins og að líkja Sum 41 við David Bowie eða Nick Cave.
5. Ég vil alls ekki móðga þig og þína líklegast frábæru enskukunnáttu, en ég á sjaldnast í miklum erfiðleikum með að skilja “öskur” þungarokkara eða texta rappara, þó svo að það komi vissulega fyrir. Getur verið að þú leggir einfaldlega ekki nógu vel við hlustir, eða viljir mögulega ekki skilja það sem sagt er? Og í sambandi við íslenska rappara sem rappa á ensku þá eru þeir eins misgóðir og þeir eru margir. Suma er ómögulegt að skilja, en aðra skil ég bara ágætlega.
6. Satt og rétt.
7. Ef fólk hlustar bara á vinsælustu tónlistina hverju sinni vegna þess að þeim líkar tónlistin þá er akkúrat ekkert að því og beinlínis hroki að gagnrýna það.
8. Þetta er þversögn, þú hlýtur að sjá það. Það að líka ekki við tónlist heils kynþáttar er hreinn og beinn rasismi, sérstaklega ef litið er á þá staðreynd að svart fólk gerir tónlist undir merkjum ALLRA tónlistarstefna sem til eru. Það getur svo sem verið örlítill fjarstæðukenndur möguleiki á að viðkomandi líki ekki nein tónlist sem svart fólk gerir, og að það hafi EKKERT að gera með litarháttinn, en það er ólíklegt.
9. Þetta er vissulega rétt. En þú mátt samt ekki gleyma því að rokk getur í mörgum tilfellum einnig verið popp. Skv. allmusic.com, er popp undirflokkur rokks og skilgreining á poppi eftirfarandi: Any music based on memorable melodies, repeated sections (usually, but not always, verses and choruses), and a tight, concise structure that keeps the listener's focus on those elements. Þessi skilgreining á við um ótrúlegt magn mismunandi tónlistar. Það má svo deila um áreiðanleika upplýsinganna á allmusic.com, en ég hef enga ástæðu til að efast um sannleiksgildi þeirra og ætla að taka þetta trúanlegt a.m.k. um sinn.
Stigurh:
“1. Bítlarnir eru rokkhljómsveit, það fer ekkert á milli mála. Þeir spiluðu rock & roll, alveg eins og hljómsveitir á borð við Beach Boys, þetta er óumflýjanleg staðreynd. Rokk nær ekki bara frá Queen til Cannibal Corpse. Bob Dylan, Can, Nick Cave, Velvet Underground, David Bowie, Pink Floyd, Primal Scream, Radiohead (já líka nýja efnið þeirra) og Kinks eru allt dæmi um rokkhljómsveitir og rokktónlistarmenn.”
En Bítlarnir spiluðu líka popptónlist, ættu þeir þá ekki líka að vera skilgreindir sem popphljómsveit? Að vísu er fáránlegt af mér að agnúast út í smáatriði sem þessi.
“2. Þungarokk inniheldur alls ekki endilega öskur að mestu leyti. Tökum sem dæmi Led Zeppelin. Hljómsveitin sem bjó til heavy metal. Ég veit ekki með þig en ég mundi ekki skilgreina söng Robert Plant sem eintómt öskur.”
Engu að síður myndi ég halda að öskur skipaði stóran sess hjá söngvurum þungarokkshljómsveita. Kannski hefur þú hlustað enn þá meira á þungarokk en ég, en fyrir utan Led Zeppelin er mikið öskrað í þungarokki.
“4. Rapparar syngja ekki (nema í undantekningartilvikum) og þurfa þ.a.l. ekki að vera góðir söngvarar. Ég veit ekki hvað þú átt við með fögrum tónum, hvort þér finnist rapparar almennt syngja illa, eða hvort þér finnist tónlistin almennt leiðinleg. Ég er ekki að verja 50 Cent á nokkurn hátt, ég hef ekki gaman að tónlistinni hans. Ég hlusta aftur á móti töluvert mikið á hiphop tónlist og get alveg sagt þér að flóran þar er alveg jafn fjölbreytt og í öðrum tónlistarstefnum, þó svo að sumir virðist ekki sjá það. Það er ekki hægt að líkja tónlist Nelly og 50 Cent við tónlist manna og hljómsveita á borð við The Roots, Pharcyde, Talib Kweli, Mos Def, Sage Francis, Atmosphere, De La Soul, Tribe Called Quest, Pete Rock & Cl Smooth, Last Emperor, J-Live, Common og Blackalicious. Það væri eins og að líkja Sum 41 við David Bowie eða Nick Cave.”
Í svari mínu er ég eingöngu að tala um þá rappara sem eru hvað mest áberandi á tónlistarstöðvum á borð við Popptíví. Rapp og Hiphop er fyrir utan það að sjálfsögðu fullgild tónlistarstefna og áreiðanlega margir að gera mjög góða hluti rétt eins og alls staðar annars staðar.
“5. Ég vil alls ekki móðga þig og þína líklegast frábæru enskukunnáttu, en ég á sjaldnast í miklum erfiðleikum með að skilja ”öskur“ þungarokkara eða texta rappara, þó svo að það komi vissulega fyrir. Getur verið að þú leggir einfaldlega ekki nógu vel við hlustir, eða viljir mögulega ekki skilja það sem sagt er? Og í sambandi við íslenska rappara sem rappa á ensku þá eru þeir eins misgóðir og þeir eru margir. Suma er ómögulegt að skilja, en aðra skil ég bara ágætlega.”
Jú, ég tel mig leggja við hlustir. Um tíma gatspilaði ég Xeneizes og það var ekki fyrr en á 100. hlustun sem ég var loksins farinn að skilja hvað þeir sögðu. Fram að þeim tíma var það nær eingöngu tónlistin sem fangaðu hug minn á rappi.
“7. Ef fólk hlustar bara á vinsælustu tónlistina hverju sinni vegna þess að þeim líkar tónlistin þá er akkúrat ekkert að því og beinlínis hroki að gagnrýna það.”
Satt og rétt að vissu leyti, en það er engu að síður synd hvað fólk fer oft á mis við góða tónlist. Að sjálfsögðu er ég ekki þó ekki að þröngva neinu upp á neinn.
“8. Þetta er þversögn, þú hlýtur að sjá það. Það að líka ekki við tónlist heils kynþáttar er hreinn og beinn rasismi, sérstaklega ef litið er á þá staðreynd að svart fólk gerir tónlist undir merkjum ALLRA tónlistarstefna sem til eru. Það getur svo sem verið örlítill fjarstæðukenndur möguleiki á að viðkomandi líki ekki nein tónlist sem svart fólk gerir, og að það hafi EKKERT að gera með litarháttinn, en það er ólíklegt.”
Þú misskilur mig þarna. Með “svartri tónlist” á ég við tónlist sem er að meirihluta samin og spiluð af svertingjum (þó ég viðurkenni að það er fullmikil einföldun). Í því tilviki getur verið að viðkomandi líki ekki við tónlistina út af henni sjálfri, en ekki fólkinu sem spilar það. Þetta býður þó upp á misskilning, og ég geri mér fulla grein fyrir því.
Þetta er orðið nokkuð langt. En vonandi skilurðu mig betur núna, Stígur.
Hvurslags
0