Ég er bara alls ekki sammála því að allt sem að flokkast sem popptónlist í dag sé bara rusl og þessar söngkonur séu að fela það að þær hafi enga hæfileika með því að vera kynþokkafullar, heldur er þetta bara viss partur af ímyndinni.
En þar sem Hugi.is er fullur af ungum rokkaðdáendum að þá er maður ekki hissa þegar fólk kemur í röðum á Popptónlist að rakka niður söngvara þar.
Málið er að í dag þá eru gert miklar kröfur um “allan pakkann”, og þetta á ekki bara við um popptónlist. Einstaklingurinn þarf auðvitað að hafa hæfileika, hvort sem það leiklist, söngur, að semja lög eða eitthvað svipað. En á sama tíma þá eru gert fleiri kröfur t.d. um persónuleika, útlit, hegðun, útgeislun og fleira. Eins og Simon í Idol segir stundum, það er ekki nóg að vera góður söngvari heldur þarf maður eitthvað sem að gerir mann sérstakan.
Það er eins og það sé oft vissar þemur yfir tónlistarstefnum, og þeman hjá poppinu í dag er kynþokki. Það þýðir ekki endilega að allir einstaklingar sem að fylgja þessari stefnu séu hæfileikalausir. T.d. er Ozzy Osbourne að auka vinsældir sínar gríðarlega með því að nota ímynd sína, eða það að vera gamall vitlaus dóphaus. Er það eitthvað skárra en að nota kynþokka í poppi ? Af hverju þá ?
Mannkynið hefur tengt kynlíf við menningu alveg frá því að við vorum í hellum að mála fyrstu málverk sögunar, af hverju er það svona slæmt að gera þetta í dag ? Ég held að krakkar í dag fari ekkert að skaðast af því að horfa á myndbönd eins og “Toxic”.
Rappmyndbönd eru reyndar oft frekar grófari en týpísku poppmyndböndin, en ef ég man rétt að þá er sýnt aðeins grófari útgáfurnar seint á kvöldin. Ekki nema það sé eitthvað búið að breyta því.
Kynþokki er annars góð leið til þess að fá smá athygli sem að kannski eykur söluna smá, en það er langt frá því að vera að selja kynlíf eða að allir aðdáendurnir kaupi vörurnar út af kynþokkanum. Ég trúi allavega ekki því að Britney Spears hafi selt 60 milljónir plötur af því að sumir karlmenn séu að slefa yfir henni. Þeir sem að eru að fara út í búð og fjárfesta í geisladisk hljóta að hafa áhuga á tónlistinni, eða allavega flestir.
Síðan segir enginn neitt þegar að karlmenn nota kynþokka, t.d. týpísku strákasveitirnar eða þegar það eru módel í myndböndum eins og “Ladies Night”.
Ég trúi annars á frelsi þegar það kemur að sjónvarpsstöðum. Það er enginn að neyða foreldra til þess að stilla popptíví inn í minnið á sjónvarpinu. Ég held að það sé kominn tími til að foreldrar hætti að væla, ali upp börnin sín almennilega í stað þess að henda þeim fyrir framan sjónvarpið allan daginn.