Saga U2 Hérna er grein um sögu U2, ein af fremstu og vinsælustu popp/rokk hljómsveitum allra tíma. Ég hef sent þessa grein inn áður á annað áhugamál en ákveð að senda hana inn aftur sem hvatningu til fólks til að skrifa um uppáhald popp hljómsveitina sína því popp er ekki bara Britney og Justin!

Hljómsveitin U2 var stofnuð árið 1976 í Dublin á Írlandi. Trommuleikarinn Larry Mullen (f. 1960, Laurence Mullen) hengdi upp plaggöt í skólanum sínum Dublin's Mount Temple School til að auglýsa eftir hljómsveit sem gæti spilað með honum. Stuttu síðar varð til hljómsveitin Feedback.

Í Feedback voru: Bono (f. 1960, Paul Hewson) sem söng. The Edge (f. 1961, David Evans) spilaði á gítar. Adam Clayton (f. 1960) spilaði á bassa og Dik Evans sem var bróðir The Edge. Dik Evans fór stuttu síðar í aðra hljómsveit sem hét Virgin Prunes. Árið 1978 breyttu Feedback meðlimir nafninu á hljómsveitinni í Hype en stuttu síðar breyttu þeir því í U2. U2 er nafnið sem þeir héldu sig við og það er orðið eitt af allra frægustu nöfnunum í tónlistarheiminum í dag.

17. mars árið 1978 unnu þeir hæfileikakeppni á St. Patricks Day í Limerick. Einn af dómurunum í keppninni var starfsmaður hjá CBS sem var hrifinn af þeim og lét þá fá nokkra stúdíótíma til að taka upp demó. U2 voru frábærir á sviði og þeir áttu marga áhorfendur á þessum tímum. Á einum tónleikunum tók einn fréttamaður eftir þeim og benti umboðsmanninum Paul McGuinnes á þá. Paul McGuinnes varð umboðsmaður þeirra og með því fylgdi 3 ára samningur við CBS Ireland. Það fyrsta sem þeir gáfu út heitir U2:3 og lögin sem voru á því heita Out of Control, Boy/Girl og Stories for Boys. Out of Control náði fyrsta sætinu á Írska listanum. Eftir það sömdu þeir við Island Records.

Plöturnar
Fyrsta breiðskífan sem þeir gáfu út með Island Records heitir Boy og hún var gefin út í október árið 1980. Hún var tekin upp af Steve Lillywthite. Hann tók upp reyndar allar plötunurnar fram að árinu 1983. Einu ári síðar var gefin út önnur plata sem heitir October og var hún gefin út í nóvember árið 1981. Lagið Gloria var á þeirri plötu en það lag náði ekki það miklum vinsældum, en náði samt einhverjum vinsældum. Það var síðan í Mars 1983 þegar U2 gaf út nýja plötu og náði að setja lag í fyrsta sæti á Breska vinsældarlistann. Það var lagið New Years Day og kom af plötunni War. Annað lag á þeiri plötu var Sunday Bloody Sunday og fjallar um skotáras Norður Íra á saklaust fólk. Eftir þessa plötu fylgdu mikið af tónleikum og úr þessum tónleikum var tekin upp platan Under a Blood Red Sky. Under a Blood Red Sky platan var bara með Live upptökur frá tónleikum og hún var gefin út í nóvember árið 1983. EFtir þessa plötu kom nýtt tímabil, tímabilið þegar Brian Eno og Daniel Lanois byrjuðu að taka upp plöturnar eða “produced”.

Fimmta breiðskífan heitir “The Unforgettable Fire” sem að mínu mati ein af bestu plötunum og lagið “The Unforgettable Fire” er eitt af uppáhaldslögunum mínum. Platan var tekin upp í september árið 1984 og bætti hún stöðu þeirra í Bandaríkjunum og Bretlandi eftir lög eins og Pride (In The Name of Love) sem fjallar um morðið á Martin Luther King. Eftir “The Unforgettable fire” kom út smáskífan “Wide Awake In America” sem innhélt tvö ný lög og tvær tónleikaupptökur. Wide Awake in America kom út í Maí árið 1985, einum mánuði áður en ég fæðist :) Á þessum tíma kallaði Rolling Stones tímaritið U2, “The band of the eighties”.

U2 spiluðu á Live Aid tónleikunum árið 1985 á Wembly. Síðar á árinu spiluðu þeir á Self Aid til styrktar atvinnulausum á Írlandi. Eftir það gengu þeir í Conspiracy of Hope tour fyrir Amnesty International. Sjöunda plata U2 heitir “The Joshua Tree” og varð hún best heppnaðasta plata U2 til þessa. Á þessari plötu voru lög eins og Where The Streets have no name, Still havent found what im looking for og With or Without you sem er uppáhaldslagið mitt með U2 og flottasta lag sem ég hef heyrt. I still havent found what im looking for og With or Without you náðu bæði fyrsta sætinu á Bandaríska vinsældarlistanum og það mætti segja að þarna voru U2 á toppnum og ein vinælasta hljómsveit í heimi. Joshua Tree seldist mjög hratt í Bretlandi og náði hún fyrsta sæti í 22 löndum! Með þessari plötu fylgdu eitthvað um 100 tónleikar. Úr öllum þessum tónleikum var búin til önnur plata sem heitir “Rattle and Hum” og var hún gefin út í Október árið 1988. Þetta var mjög góð plata og af þessari plötu náði lagið “Desire” fyrsta sæti í Bretlandi.

Þremur árum síðar kom út platan “Achtung Baby” sem markaði tímamót hjá U2 því þessi plata var meira “electronic” og öðruvísi en hinar plöturnar. Á þessari plötu voru lög eins og “Mysterios ways”, “The Fly” og “One”. The Fly náði fyrsta sæti á Breska vinsældarlistanum. One er eitt frægasta lag allra tíma sem örugglega allir hafa heyrt. Achtung Baby náði gífurlegum vinsældum og hún út árið 1991 þegar aðrar hljómsveitir eins og Pearl Jam gaf út Ten, Metallica gaf út Black Album og Guns N' Roses gáfu út Use your illusion 1 & 2. Eitt af uppáhaldsárunum mínum í tónlistarheiminum því það komu út helvíti skemmtilegar plötur út þá.

Í júlí 1993 gáfu þeir út Zooropa sem er að mínu mati mjög góð plata og með frábærum lögum eins og Lemon, Numb og Zooropa. Með þeirri plötu fylgdu einhverjir risatónleikar með risa vélsítrónum og fleira:) Næsta plata þeirra kom ekki fyrr en 4 árum síðar en á meðan gáfu þeir út lag fyrir kvikmyndina Batman Forever. Larry og Adam voru að vinna að Mission: Impossible kvikmyndatónlistinni og The Edge og Bono voru að vinna að Goldeneye tónlistinni. Þeir sömdu lagið Goldeneye sem Tina Turner söng. Árið 1997 gáfu þeir út plötuna Pop sem er góð plata og var dálítið ólík hinum plötununum. Á þeirri plötu voru lög eins og Pop, Staring at the sun og Gone.

Árið 1998 kom síðan út Best of 1980 - 1990 sem innihélt öll bestu U2 lögin frá þessum tímum. The Sweetes thing var líka gefið út á þessari plötu þótt það væri nýtt en þeir settu það á þessa plötu. Bono samdi það lag til konunnar sinnar þegar hann gleymdi afmælinu hennar. Tveimur árum síðar kom út platan “All that you cant leave behind” og hún varð gífurlega vinsæl, eins og flestar allar plötur þeirra! Af henni voru einhver fimm lög sem urðu vinsæl. Með þessari plötu fylgdi Elevation tónleikaferðalagið sem sló einhver met held ég. Það seldist upp á tónleika á 30 mínútum, tónleika sem tóku tugi þúsund manns!
Nýlega kom út önnur plata sem heitir Best of 1990 - 2000 og inniheldur hún lög frá breiðskífum frá ‘90 til ’00.

Staðreyndir:

Fullt gælunafn Bono er Bono Vox sem þýðir á latínu “falleg rödd”.

Gælunafn The Edge er komið frá þessu: He was always living on the edge of reality, which is reflected in his guitar playing.

Bono hefur mikið ferðast um og reynt að létta skuldum fáttækra þjóða, einnig má nefna að Bono er að hjálpa fólki í Afríku að berjast gegn alnæmi en lagið One fjallar um alnæmi í heiminum. Það má segja það að U2 séu einu helstu tónlistarmenn pólitískrar tónlistar í dag.

Mamma Bono dó þegar hann var 14 ára og það hafði mikil áhrif á hann í framtíðinni þegar hann byrjaði að semja lög.

Mamma Bono var mótmælandi og pabbi hans var kaþólskur.

Pabbi Bono dó fyrir All that you Cant leave behind og var lagið Kite samið til hans.

The Edge bjó til sinn fyrsta gítar og var mikill einfari í skóla

The Edge er giftur stelpunni sem hann hitti í skóla og eiga þau þrjár dætur. Bono er líka ennþá giftur konunni sem hann hitti í skóla og Larry Mullen er líka giftur konunni sem hann hitti í skóla!

U2 hefur alltaf haft sömu meðlimina. Enginn hefur hætt í hljómsveitinni, þá er ég að tala um U2 ekki Feedback eða Hype

Larry Mullen stofnaði U2 þegar hann auglýsti eftir meðlimum og hittust þeir í eldhúsinu hjá Larry.

Larry á son sem heitir Aaron Elvis sem er skírður eftir Elvis Presley.

Plötu yfirlit og stjörnugjöf:
Boy (1980) - Hef ekki hlustað á hana :(
October (1981) - **
War (1983) - ***
Under a Blood red Sky (1983) - ***
The Unforgettable Fire (1984) - ****
Wide Awake in America (1985) - **
The Joshua Tree (1987) - *****
Rattle and Hum (1988) - Hef ekki hlustað á hana :(
Achtung baby (1991) - *****
Zooropa (1993) - ****
Pop (1997) - *****
The Best of 1980 - 1990 (1998) - *****
All that you cant leave behind (2000) - ****
The Best of 1990 - 2000 (2002) - *****

Ég afsaka allar stafsetningavillur sem fóru framhjá mér og ef þið sjáið einhverjar staðreyndarvillur viljið þið benda mér á þær. Allt skítkast er óvelkomið.

kv. Roadrunne