P!nk er að mínu mati besta og reyndar EINA góða pop söngkonan. Jæja.. ég gef AL smá séns stundum ;) Smá grein um P!nk þarsem ég er mikill fan ;)
P!nk fæddist í Doylestown, Pennsylvaníu þann 8. september 1979.
P!nk byrjaði feril sinn aðeins 13 ára, en þá var hún “auka” söngvari rapp grúbbunar School’s of thought. 14 ára skrifaði hún sinn fyrsta söngtexta.
P!nk var uppgötvuð af MCA rep er hún söng í Club Fever í Philadelphiu þegar hún var 14. Þau buðu henni að koma í áheyrnarprufu fyrir hljómsveit sem hét Basic Instinct, hún toppaði alla á núinu J Þótt Basic Instinct hafi misheppnast algjörlega, var P!nk heppin að komast í aðra stelpu hljómsveit sem kölluð var Choice.
P!nk varð alþekkt um allan heim eftir plötuna Missundaztood. Á nýjustu plötu sinni, Try this, sem kom út í nóvember 2003, kemst P!nk í snertingu við ‘punk/rockarann’ inní sér, með hjálp frá Rancid.
Fyrirmyndir P!nk eru Madonna, Whitney Houston, Mary J. Blige, Billy Joel og pabbi hennar.
P!nk segir “Ég ákvað þegar ég var 15 ára að ég ætlaði ekki að vera ein af þessum söngkonum sem syngja ástarlög sem þær meina ekki, ég ákvað að ég ætlaði að vera bara ég. Lögin ættu að fjalla um samönd sem ég hef átt, hluti sem ég hef þurft að ganga í gegnum og þess vegna hluti sem ég skammast mín fyrir”.
Vona að þetta hafi komið að góðum notum :)
Ef ykkur vantar frekari upplýsingar endilega sendið mér mail frida_maria88@hotmail.com