The Rasmus á Íslandi 6.Febrúar
Finnska rokkhljómsveitin The Rasmus er væntanleg til Íslands til tónleikahalds í byrjun febrúar.
The Rasmus er í dag talin bjartasta von Finnlands á sviði dægurtónlistar, hljómsveitin nýtur gríðarlegra vinsælda á norðurlöndum sem og á íslandi. Hljómsveitn leikur kraftmikla blöndu af rokki og popptónlist. Sveitin sópaði að sér Grammyverðlaunum í Finnlandi og var valin besta norræna hljómsveitin á MTV Europe verðlaununum í Nóvember. Lag hljómsveitarinnar “In the shadow” er mest selda lag allra tíma í Skandinavíu og hefur ekkert lag hlotið jafn mikla spilun í útvarpi og sjónvarpi og “In the Sahdow”. Á Íslandi hafa vinsældir hljómsveitarinnar farið vaxandi og eru myndbönd hljómsveitarinnar sérstaklega vinsæl á íslenskum sjónvarpsstöðvum.
The Rasmus munu spila á Gauk á Stöng föstudaginn sjötta febrúar. Gaukur á Stöng mun þá opna tónleikasal sinn í fyrsta skipti fyrir íslenskum tónlistaráhugafólki eftir umsvifamiklar breytingar. Salurinn mun stækka til muna og verður sú breyting eflaust mikil lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf.
Með The Rasmus mun spila íslenska hljómsveitin Maus en síðasta plata þeirra “Musik” hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og plötukaupenda.
Það er tónleikafélagið Hr.Örlygur sem stendur að komu The Rasmus til Íslands.