Daniel Bedingfield er einn af uppáhalds söngvurum mínum og vegna nýlegra og frekar leiðinlegra atburða ákvað ég að skrifa litla grein um hann.
Daniel er fæddur árið 1979 á Nýja-Sjálandi en var alinn upp í Austur-London. Foreldrar hans voru félagsráðgjafar og hann á tvær systur sem heita Nikola og Natasha.
Daniel var mjög músikalskur sem barn og byrjaði að semja lög um sex ára aldur.
Þegar hann varð svo níu ára var hann byrjaður að rappa með geislaspilara í skólanum og stofnaði litla “hljómsveit” með systrum sínum. Þau fengu að spila á námskeiðum sem að mamma þeirra hélt og brátt fengu þau tækifæri til að halda smátónleika víða um landið.
Stóri séns Daniels kom þegar hann var 18 ára gamall og lag hans “Gotta Get Thru This” kom út. Lagið fjallaði um stelpu sem hann varð ástfanginn í og hann samdi lagið þegar hann var á leiðinni að segja henni hvað honum fannst um hana.
Daniel hljóðritaði lagið í herberginu sínu og þegar hann fékk engan útgefanda til að hlusta á lagið sitt sendi hann það til þriggja DJ-a, þar sem einn þeirra valdi það að lokum og lagið þaut fljótt á toppinn.
Daniel fékk plötusamning hjá Island Records sem höfðu heyrt lagið hans og ákveðið að gera hann að stjörnu í Bandaríkjunum, sem og fyrirtækið gerði.
Síðan þá hefur Daniel gefið út mörg frábær lög eins og til dæmis “Friday”, “James Dean”, “If you're not the one” sem var í bíómyndinni Maid in Manhattan, “Girlfriend” og “I can't read you”.
Platan hans, sem heitir eftir fyrsta smellinum hans (“Gotta get thru this”), er ótrúlega undarleg með blöndu af alls konar tónlist. Til dæmis gætu lögin “Gotta get thru this” og “If you're not the one” varla verið ólíkari og má í raun segja að Daniel sé hreinn og beinn snillingur í lagasmíð á sínu sviði.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa þessa grein er ekki aðeins vegna þess að Daniel Bedingfield er einn uppáhalds söngvarinn minn, heldur er það vegna fréttar sem að ég las á mbl.is/folk fyrr í dag.
Á heimasíðu Daniels, www.danielbedingfield.com, var jólakveðja frá Daniel, send inn 23.desember, þar sem stóð meðal annars:
“Ég ætla að eyða jólunum á Nýja-Sjálandi með fjölskyldunni minni, og ég stefni að því að semja eitthvað á meðan ég er hér…”
Fréttin á www.mbl.is/folk hljómaði aftur á móti á þennan hátt:
“Bedingfield slasaðist í bílslysi.
Söngvarinn Daniel Bedingfield slasaðist er hann lenti í bílslysi á Nýja-Sjálandi í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka, en er ekki sagður alvarlega slasaður. Slysið var á vegi nærri bænum Whangarei á norðurhluta N-Sjálands.
Bedingfield er 24 ára og fæddur á Nýja-Sjálandi, en býr í Bretlandi. Hann var í fríi á Nýja-Sjálandi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. Ekki er ljóst hvort hann var ökumaður bílsins eða farþegi.”
Þetta er auðvitað afskaplega leiðinlegur atburður og væri það mikill missir ef að þessi tónlistarmaður myndi ekki lifa þetta af.
Þess vegna vona ég innilega að honum muni nú batna fljótlega.
Takk fyrir mig,
sillymoo
Heimildir:
www.danielbedingfield .com
www.mbl.is/folk
http://www.islandrecords.com/dan ielbedingfield/index.las
Ef ykkur langar að skoða textana við lögin hans þá eru þeir hér:
http://www.azlyrics.com/b/bedingfield.html