Ég held að hann sé sekur vegna þess að ég sá viðtal við lögreglumanninn sem rannsakaði kæruna gegn honum 1993.
Lögginn sagðist hafa rannsakað tugi misnotkunarmála á síðustu áratugum og hefði þar stundum rekist á börn sem greinilegt var að hafði verið sagt hvað þau áttu að segja, t.d. í forræðismálum þar sem barnið á að segja að pabbi hafi gert þetta og hitt svo hann fái nú ábyggilega ekki forræði. Hann sagði hins vegar að þessi 13 ára strákur sem kærði MJ hefði verið mjög trúverðugur í öllu sem hann sagði.
Auk þess voru fleiri strákar í fylgiliði MJ sem staðfestu sögur stráksins þó misnotkun á þeim hefði ekki farið jafnlangt heldur bara að hann hefði káfað á þeim eða reynt að kyssa þá. Flestir barnaníðingar reyna að komast eins langt og þeir geta. Ef barnið tekur því mjög illa, þá reyna þeir kannski ekki meira heldur snúa sér að öðru barni sem er auðveldara að tala til.
Lögginn sagði líka að það að einhver maður virðist elska börn þarf alls ekki að þýða að hann sé ekki barnaníðingur. Barnaníðingar leggja sig einmitt fram um að vera með börnum og líta út fyrir að elska börn og gera það náttúrulega á sinn hátt.
Þeir leituðu síðan á Neverland og fundu 2 bækur með myndum af nöktum börnum. Þetta voru ekki ólöglegar bækur þannig að það var ekki hægt að kæra fyrir það. Þeir fundu líka að MJ var með langan gang inn í svefnherbergi sitt og á ganginum var viðvörunarkerfi sem var ekki tengt við neitt annað þjófavarnarkerfi í húsinu heldur hafði þann eina tilgang að láta MJ vita að einhver nálgaðist svefnherbergi hans.
Þeir tóku myndir af MJ nöktum og passaði hans útlit, fæðingarblettir og önnur sérkenni við það sem strákurinn hafði sagt.
Eftir allt þetta sagði saksóknarinn að það væru samt ekki nógar sannanir til að kæra MJ og málið sat í biðstöðu því löggið gat ekki fundið neitt meira. Strákurinn kærði þá í einkamáli og MJ samdi um skaðabætur gegn því að þau féllu frá sakamálakærunni. Strákurinn dró samt aldrei sögu sína til baka heldur féllu þau bara frá kærunni.
Nú má spyrja hvers vegna í ósköpunum MJ myndi semja um skaðabætur ef hann væri saklaus. Það lítur mjög illa út, næstum eins og viðurkenning á sekt og ég held að 99.9% karlmanna sem væru sakaðir um barnaníð myndu heimta að fá að sanna sakleysi sitt þó þeir þyrftu að áfrýja alla leið uppí hæstarétt.
Það má líka spyrja hvort foreldrar stráksins hafi verið aurapúkar en þau gátu náttúrulega ekki vitað að hann myndi bjóða þeim pening þegar þau kærðu. Það má líka setja sig í þeirra spor, barnið þeirra hefur verið misnotað og þarf á sálfræðimeðferð að halda og þau sjá fram á að löggið og saksóknarinn muni ekki ljúka þessu máli þannig að hvort er betra, fá skaðabætur sem eru smá sektarviðurkenning af hálfu hins ákærða og dugir fyrir sálfræðimeðferð stráksa, til að senda hann í háskóla og kannski eitthvað fleira EÐA draga málið í gegnum réttinn árum saman þar sem hann þarf að rifja það upp aftur og aftur og fá jafnvel ekki einu sinni sektardóm þar sem það er mjög erfitt að sanna svona mál svo allur vafi sé tekinn af.
Það má finna málsskjölin (ákæru stráksins) frá 1993 á
http://www.thesmokinggun.com/archive/mjdec1.html