Piano Magic - Low irth Weight. (EKKI píkupopp) Komið þið sæl.
Ég er hér komin til að fara að fordæmi HrannarsM og láta verða að því að skrifa gagnrýni af disk *hérna*, sem ég myndi venjulega seta á rokk, þar sem ég tel að fólk sem heimsæki þann vef séu aðeins opnari fyrir öðruvísi tónlist, þótt síðarnefndi diskur er ekkert meira rokk heldur enn popp.

Þessi tónlist sem ég hef skrifað um er yfirleitt flokkuð sem “shoegazer” eða “Slowcore”, sem er það sama og snillingarnir í “Sigurrós” og “Mogwai” spila. Samt líkist þessi hljómsveit mest Massive attack, ef líkja má henni við einhverja, því hún er mjög einstök og frumleg.


Diskurinn heitir “Low Birth Weight” eftir hljómsveitina Piano Magic og var gefin út árið 1999. Fyrst þegar ég sá hann kannaðist ég ekkert við hvorki diskinn né hljómsveitina en skellti mér á hann út af því að hulstrið minnti mig á teiknistílin sem prýddi meistaraverkið “Mellon Collie and the Infinite Sadness” eftir goðsögnina Smashing Pumpkins.

Á disknum eru 11 frumleg og skemmtileg lög og er þeim raðað á þennan hátt

01 Snowfall Soon 5:02

02 Crown Estate 4:32

03 Bad Patient 5:00

04 The Fun Of The Century 4:59

05 Birdymachine 1:24

06 Not Fair 4:09

07 Dark Secrets Look For Light 4:49

08 Snow Drums 4:59

09 Shepherds Are Needed 5:18

10 I Am The Sub-Librarian 4:26

11 Waking Up 5:49



Nú mun ég fjalla um hvert og eitt lag og gefa því einkun á bilinu 0 - 10, semsagt X/10

Snowfall Soon 5:02
Þetta lag byrjar mjög svipað og lag með “Metallica” að nafni “Blackened”, með mjög svo distortuðum gítar (semsagt gítar með fáranlegu stilltum overdrive effect) sem heyrist fyrst mjög lágt í en kemur svo nær og nær, þangað til maður pírir augun í bið eftir láta sér bregða af nokkrum snöggum, hörðum töktum, rétt eins og í “Blackened”, en í stað þeirra kemur ljúfur acoustic gítarhljómur ofan á “óhljóðin”, sem linna ekki í gegnum allt lagið. Kom mér líka á óvart hvað söngkonan líkist kynsystur sinni frá Massive attack með silkimjúka rödd þar sem þunglyndið er næstum áþreifanlegt. Raular hún þarna í góða stund og endar svo á þessu rosalega inn-andaða öskri sem gæti brugðið jafnvel syfjaðasta Snorlaxi (Snorlax er Pokémon sem sefur mikið).
Allt í allt þá er þetta mjög gott og rosalega frumlegt lag og gefu góðan fílin á því sem er í vændum
8,5/10



Crown Estate 4:32:
Ólíkt ofarnefnda lagi, þá er það karlmannsrödd sem prýðir þetta annað lag disksins, sem passar hrottalega vel inn. Þetta er mjög hægt og frekar drungalegt lag þar sem þunglyndið og eymdin ræður öllum ríkjum. Einkennist það þó aðalega af því að þessi stórgóði söngvari hvíslar:
“Do you still leave your backdoor open” í gegnum mest allt lagið.
Þetta er ekki lag sem þú getur dansað við né spilað í Partýum, nema að það sé partý tileinkað “Hara Kiri” (japönsk heiðurs-sjálfsmorðs aðferð).
Leyfið mér bara að leiðrétta þann miskilning strax að ef þú ert að leita að einhverju fjörugu eða uppliftandi þá ertu ekki í rétta póstnúmer hér.
Annars er þetta mjög gott lag sem gefur mér alltaf léttan hroll þegar ég heyri hann hvísla

“I can make you a cup of tea,
and you can show me what a woman looks like
with her hair and toes inside out.
Do you still leave your backdoor open (X7) for me”
9/10


Bad Patient 5:00
Þetta þriðja lag disksinns byrjar á hljóðum sem minna á þessi litlu egg sem eru full af einhverskonar sandi sem maður hristir, nema í þessu tilfelli þá er þetta mun hægari taktur heldur enn venjulega fylgir með þessu skringilega hljóðfæri.
Eftir nokkrar sek. koma þessu space´uðu gítar og hljómborðs hljóð sem geta fengið mann til að standa á einum fæti og fara með stafróið afturábak til að vera viss um að maður sé bara ekki á vel hrottalegu LSD tryppi með dressingu af verkjalyfum og vanilludropum.
Því miður er þetta lag bara ekki nógu spennandi og skilur allt of lítið eftir sig, sem gerir að það drukknar í hinum lögunum sem hafa meira upp á að bjóða.
7,5/10


The Fun Of The Century 4:59
Ég verð að játa að ég hef heyrt fátt jafnt fyndið eins og þetta lag, sem ég tel einnig vera það besta á disknum. Lagið samanstendur af einfaldri bassalínu og fallegu, og þó mjög þungu gítarplokki sem kemur og fer. Það sem ég elska við þetta lag er hvað hin stórgóða söngkona sveitarinnar lifar sig inn í þetta lag. Maður heyrir klárlega að texti lagsins er mjög persónulegur henni og hún sýnir það á svo rosalega lúmskan kaldhæðin hátt.
Hún syngur eins og hún sé að reyna að lifta einhverjum upp eða hugga, en kaldhæðnin er svo þykk að það væri hægt að pakka henni saman og rúlla henni niður ártúnsbrekkuna þar sem hún myndi kremja allt sem í hennar vegi yrði.
Hérna er sma bútur úr texta lagsins sem ætti að sýna ykkur aðeins betur um hvað ég er að tala:

“Do not let my words depress you
I´m here to upplift you now,
I´m here to uplift you now.
Do not let my words distract you from all the fun you demand,
from the fun of the century.”

Þetta syngur hún í tón sem ég hef hingað til haldið að aðeins prestar notuðu. Semsagt þessi upptalningartónn, þar sem persónan neitar að anda á milli setninga og virðir engar reglur um hvorki komma né punkta. Eins og þegar prestar segja: “friður sé með yður í nafni frelsarans drottins….” alveg endalasut án þess að anda eða taka pásur.
Svona syngur hún í gegnum allt lagið með þessa hægu, þunglyndu laglínu undir, þar sem maður heirir greinilega rosalega fyrirlitningu hennar til persónunar sem hún virðist vera að hugga eða upplifta.
Minnir kannski aðeins á lagið “You ought to know” Með Alanis Morisette ef maður hugsar aðeins út í kolsvörtu kaldhæðnina og dulnu fyrilitninguna
geðveikt lag með rosalegum húmor sem hentar þeim sem gátu hlegið að “American Beauty” myndinni
10/10



Birdymachine 1:24
Þetta er nú varla lag. Hljómar eins og krútleg/ónvekjandi melódía úr gamalli spiladós með smá fuglatísti inní. Ekki mikið um þetta að segja, en þetta er góð hugmynd til að brjóta upp diskinn. Þessvegna verð ég örlátur og gef þessu
8/10…..aðalega bara fyrir góða hugmynd



Not Fair 4:09
Þessi rosalegi frumleiki heldur áfram í næsta lag, þar sem það byrjar á að gömul kona útskýrir munin á því að vera hamingjusamur og friðsæll. Að ræðuni lokini kemur lag sem gæti vel passað inná “OK Computer” eftir Radiohead. Enda er þetta bæði útvarpsvænasta og poppaðasta lagið á disknum. Þetta er svosem fínt lag bara vantar allt “edge” ef hægt er að orða það þannig. Á í örlitlum erfiðleikum með að útskýra þetta nánar
8/10



Dark Secrets Look For Light 4:49
Hérna kemur annað uppáhalds lagið mitt. Í sameiningu við “Fun of the Century” láta þessi lög þennan disk standa út eins og óslípaðan demant, drukknandi í fáklæddum nútímapoppurum, sem hafa tröllriði öllum markaðnum upp á síðkastið.
Þetta er mjög draumórakennt lag, sem er tilvalið til að sofna yfir, ef maður er ekki eins og ég, sem þarf að pæla í dýpri merkingu lagana þangað til fólk í kringum þig gubbar á sig af leiðindum. Ég held bara að ég setji textabrot hérna úr laginu þar sem mér finnst það vera aðalega textinn sem lokkar að:

“Get me an ugly wife,
no man will look twice,
I can fall asleep at night
and dream of someone else”

Sama hvort við styðjum þennan hugsunarhátt eða ekki þá hafa flestir hann nú. Málið er bara hversu meðvitaðir við erum um það. Ekki að mér finnist kærastan mín ekki aðalaðandi ; )
10/10



Snow Drums 4:59
Þetta lag er heldur ekkert lamb að leika sér við. Það byrjar á örstuttir melódíu sem minnir á hana er prýddi lagið Birdymachine. Breytist hún þá í þunglynda bassalínu með nokkrum þægilegum afslappandi soundeffectum. söngurinn í laginu er í formi hugsanna. Eins og þegar maður horfir á leiðarljós og maður heyrir hvað persónunar eru að hugsa. Þá hafa þær visst ekkó í röddini. Eftir að söngkonan er búin að telja upp hversdagslegar, og þó mjög drungalegar hugsanir sína, segi hún allt í einu “I miss you bad” og þá tekur lagið 180 og breytist í ískur sem jafnvel leðurblökur ættu erfitt með að heyra. Heldur þetta áfram í nokkrar sek og svo er dauðaþögn.
Semsagt frumeiki og sköpunarmáttur á sínu hærsta hérna í nokkuð góði lagi
9/10



Shepherds Are Needed 5:18
Þetta 9. lag disksins byrjar á bjöllum sem spila einfalda melódíu í gegn, sem seinna fær félagskap af hljóðum sem minna helst á Mario vera að hoppa. Svona goofy Nintendo hljóð einhvern vegin. Hættir þetta allt saman inní hálfu laginu og kemur grafarþögn þar sem maður heyrir í bílum þjóta fram hjá. Eins og einhver standi á vegarbrúnn að byggja upp kjark til að labba fyrir einn af þessum bílum. Mjög drungalegt lag sem heltekur mann af innlifun
9/10



I Am The Sub-Librarian 4:26
Eftir lagið hér fyrir ofan er ég yfirleitt komin með sæng yfir haus í niðurdrepandi pælingum um sálarlíf þeirra sem semja svona lög. Þá léttir mér alltaf jafn mikið að heyra byrjunina í þessu 10. lagi disksins. Þetta lag samanstendur enn og aftur af bjöllu-melódíu og frekar drungalegrum sellótónum. Lagið fjallar um konu sem er að fylla inn sem bókasafnsvörður og leiðist allrosalega í starfi sínu. Mér finnst þetta gott lag, þótt það sé nú ekki lögð þessi rosalega vinna og pælingar í hvorki lag né texta.
8,5/10


Waking Up 5:49
Þetta seinasta lag disksins bendir til að diskurinn í heild sinni hafi aðeins verið draumur. Mjög þægilegt lag, með miklu bergmáli á daufum gítarhljómum. Ég var líka mjög glaður að heyra endurkomu karlmans raddarinnar, þar sem mér finnst hann standa sig betur enn söngkona sveitarinnar. Hann passar a.m.k. mun betur inn í verk af þessu tagi.
Í seinni hluta lagsins kemur lítil munnhörpu kafli sem minnir mig rosalega á hann vin hans múmín stráks. Þessi sem sat alltaf á brúnni með munnhörpu á milli tannana. Góður endir á góðum disk, verð ég að segja
8,5/10

Þegar allt er tekið til umhugsunar þá er þetta alls ekki diskur fyrir alla og á létt með að sortera þroskaða tónlistar aðdáendur frá þröngsýnum gelgjum. Hann tekur soldið þessa hugmynd frá PinkFloyd, með laginun þeirra “Good Bye Blue Skies” með að gera mjög fallegar melódíur og breyta þeim í eitthvað mjög svo drungalegt, með annaðhvort soundeffectum eða dulnum skilaboðum í textasmíðinni sem neiðir þennan afslappaða fíling í stóra U beygja á frá “Easy Street” til “Highway to Hell”.

Ég myndi ekki segja að þessi diskur sé skyldueign, þar sem er hægt að upplifa hann á svo marga vegu, en eftir minni upplifun gef ég honum hiklaust 9/10

Ég segi bara að ef þú fílaðir myndina “American Beauty” og hefur gaman af að pæla í hlutunum og hefur húmorinn eins kolsvartan og heitasta helvíti þá á þessi diskur að vera framlenging af þér og ég legg til að þú kaupir hann á stundinni!!!
Góðar stundir


Crestfallen