Ísland: fínt lag, en maður fer að þreytast á því, hlustar á það aftur á næsta ári :)
Austurríki: Illa sungið, en ágætt lag, skemmtilegur texti og tungumál.
Írland: Svona sæmilegt lag, kallinn á allavega flottann gítar. En bakraddirnar eru hlægilegar.
Tyrkland: Versta lagið í keppninni að mínu mati, frekar misheppnaður söngvari og sviðsetning.
Malta: Fínt og sætt lag, syngur reyndar svoldið furðulega konan en það eru nú sem betur fer ekki allir eins ;)
Bosnía Herzegovina: Mjög góð söngkona og örugg, ágætt lag en þó er það mér ekki mjög mikið að skapi.. :S
Portúgal: Æðisleg söngkona og fínt lag, minnir mig á það að ég þarf að drífa mig að læra textann af því, það pirrar mig annars svo!
Króatía: Mjög gott lag :) Svoldið spes, gítarinn í byrjun er mjög töff, söngkonan góð og örugg þrátt fyrir ungan aldur. Textinn að mestu leiti það sama en lagið er mun skemmtilegra eftir að ég náði í textann á netinu og lærði hann.
Kýpur: Ágætt lag miðað við að drengurinn er að semja sitt fyrsta lag. Hann er góður söngvari en lagið er svoldið þreytandi.. ég fíla það allavega ekki.
Þýskaland: Skemmtilegt lag með litríkri og fínni söngkonu. Lagið er í heild sinni mjög gott og ekkert út á það að setja.
Rússland: Svona tónlist fíla ég ekki alveg, þarf bara að læra betur inná hana. Það er alveg fínt en samt svona…..æj….
Spánn: Spánverjar hafa verið með svoldið grípandi og ágæt lög undanfarið, þetta lag fannst mér frekar slappt og söngkonan svona ekkert spes.. kannski fór það bara í taugarnar á mér að það var búið að spá því sigri allstaðar. En þegar ég fékk diskinn (á Eurovisiondaginn því ég átti afmæli) þá byrjaði ég svona að hlusta á það og finnst það bara ágætt í dag … sérstaklega eftir að ég lærði textann… ;)
Ísrael: Ég skammast mín kurteislega fyrir hönd þeirra.. af hverju þarf Ísrael oft að koma með svona “kjánaleg” lög!
Holland: Þessu lagi spáði ég sigri, enda er það mjög gott, söngkonan örugg og það er mjög Eurovisionlegt. Ég er ennþá í losti yfir að því gekk ekki betur!
England: Frekar slappt lag og ÖMURLEGUR texti en góðir söngvarar, sérstaklega strákurinn ÞÓ AÐ HANN SYNGI EINS OG STELPA! Ég meina kommon! Hann getur þó sungið!
Úkraína: snilldarlag :) Svoldið sætt því hann syngur alltaf Hastala VÍSTA.. Hann er með frekar mikla óperurödd söngvarinn, Oleksandr Ponomaryov, og þetta lag er kannski ekki alveg fyrir hann, en hann skilar því samt vel kallinn. Fallegt lag annars..
Grikkland: Minnir að það sé ágætt.. man bara ekki alveg hvaða lag það er því ég hlustaði ekkert oft á það.. mér fannst kellingin svo ósmekkleg eitthvað.
Noregur: Æðislega fallegt lag, vel sungið, og mjög sætur (ekki að það spili inní.. uhumm..)
Ég var að spá í kjósa það en hætti við því að ég vissi hvort eð er að það myndi fá 12 stig frá okkur og það er svo týpiskt af okkur að gefa norðurlandi 12 stig, svo fannst mér Belgía eiga aðeins betur skilið stigið frá mér ;)
Frakkland: Man vel eftir þessi lagi.. það var ömurlegt!…. ókei ókei.. það var sæmilegt. Ég er bara svo mikið á móti frönskum Eurovision lögum.. þau eru alltaf eins.. engin fjölbreyttni, maður nennir ekki lengur að hlusta á þau með forvitni því maður veit hvað maður á von á. Alltaf söngkona sem syngur á frönsku sem er einkar montið og leiðilegt tungumál, hún er alltaf týpísk frönsk í útliti og lagið er rólegt og myndbandið dramatískt.
Pólland: Frekar slappt lag, góð söngkona en hræðilegur söngvari.. verri en sá austurríski meira að segja.. en hann er þó ekki eins falskur og Alf. Hann lítur líka út eins og slys!
En textinn er magnaður og einn sá besti í keppninni. Það er líklega eina ástæðan fyrir velgengni þess. (fyrir utan að einhverjir hafa vorkennt þeim og haldið að þeir myndu lenda í neðsta og gefið þeim þess vegna stig.. ;))
Lettland: Ágætt lag, svoldið skrítinn annar söngvarinn en það skiptir engu. En mér finnst lagið samt svoldið leiðigjarnt sérstaklega viðlagið. Svo er þetta durududd du duruduru dudd í miðju lagi hallærislegasta ever!
Belgía: Frábært lag og frábærir flytjendur, mjög frumlegt en þó svo afspyrnu skemmtilegt. :) Það fékk mitt atkvæði.
Eistland: Mjög svo frábært og hresst lag. Söngvarinn Vaiko er einn sá besti keppninni ásamt hinum norska Jostein Hasselgard. þetta er alveg æðislegt lag! Ég fæ aldrei nóg af því! Svo er píanóið í byrjun svo flott og hljómsveitin Ruffus fær *stórt-knús* frá mér.
Rúmenía: Svoldið svona skrítið lag en svosem ágætt… hun er svoldið góð með sig…
Svíþjóð: sænsku lögin eru oft svoldið lík, en þetta er samt ágætt lag og söngvararnir fínir. Skil samt ekki af hverju því gekk SVONA vel..
Slóvenía: Eitt af mínum uppáhaldslögum.. æðislega spes eitthvað :) Fín söngkona, minnir mig svoldið á leggally blonde.. hehe
Jæja.. þá er ég búin að tjá mig :)