Ég var að fá mér Eurovision diskinn og langar mig því að segja mitt álit á þessum lögum :)

1 Ísland: Gott lag fyrst en núna nenni ég ekki að hlusta á það lengur.
2. Austurríki: Asnalegt lag, myndbandið samt fyndið.
3. Írland: Mjög gott lag, minnir mig samt soldið á Disney :)
4. Tyrklang (Sigurlagið eins og flestir vita): Hlusta alltaf á það, miklu betur sungið í alvörunni en ágætt lag, mér fannst þetta ekki besta lagið í keppninni.
5. Malta: fyrst var þetta ömurlegt en núna er þetta gott lag, gott að syngja með því, létt að læra það.
6. Bosnía Hersigóvía (kann ekki að skrifa það): svona gelgjulag samt er það ágætt, ég hlusta alltaf á það.
7. Portúgal: ÖMURLEGT lag hlusta aldrei á það, annars æli ég!!!
8.Króatía: Líka gelgjulag samt hlusta ég á það, kann meira að segja smá.
9. Kýpur eða eitthvað svoleiðis: ágætt lag allveg á mörkunum.
10. Þýskaland: viðlagið gott annars lélegt.
11. Rússland: Gott lag, vel sungið á disknum, ömurlega sungið real.
12. Spánn: Frekar lélegt, eins og venjulega hjá Spáni.
13. Ísrael: Frekar ömurlegt, minnir mig á einhvers konar skemmtiatriði.
14. Holland: ágætt lag, samt allveg á mörkunum.
15. England: gott lag, lélegt sungið. Hlusta samt alltaf á það.
16. Úkranía: frekar ömurlegt, minnir mig allra helst á óperu.
17. Grikklang: ágætt rólegt lag, gott að hlusta á það þegar maður vill róa sig niður…… :)
18. Noregur: Besta lagið í keppninni, lang lang lang best vel sungið gott lag, laglegur söngvari :) Allt þetta lag átti að vinna :)
19. Frakkland: Eiginlega aldrei búin að hlusta á þetta lag, veit ekkert hvernig það er, virðist vera ágætt.
20. Pólland: Frekar ömurlegt kallinn syngur eins og ég veit ekki hvað.
21. Lettland (eða eitthvað svoleiðis): mjög gott lag en ekki góður söngur.
22. Belgía: mjög gott lag þó svo að það sé á tilbúnu tungumáli, vel sungið og allt.
23. Eistland: gott lag er hægt að hlusta á það.
24. Rúmenía: Konan syngur skringilega en vel, gott lag, með bestu lögum í keppninni.
25. Svíþjóð: Allveg ágætis lag, líður samt eins og ég hafi heyrt þetta lag áður.
26. Slóvenía: Minnir mig á gömlu dagana…….

Endilega segið hvað ykkur finnst, mig langar að vita hvaða lag ykkur fannst vera best í keppninni, mér fannst allavegna Noregur :)

Kv.
Hrund