Með hreina raddhæfileika, framandi fegurð, textahæfileika, og sjarmerandi persónuleika, er ekki hægt að segja annað en að Jaley sé nafnið á nýjasta andlitinu í tónlistarheiminum. Jaley, skírð Jenny Hyun, hefur komið langan veg til að láta draum sinn, um að verða tónlistarmaður, verða að veruleika.
Jaley var fædd í Los Angeles en bjó aðeins þar nokkur fyrstu ár lífs síns, þar til foreldrar hennar ákváðu að flytja til Charlottesville í Virginíu. Það var þar sem þessi náttúrulegi raddhæfileiki Jaley var uppgötvaður.
“Ég byrjaði að syngja fyrir alvöru þegar ég var 10 ára,” útskýrir Jaley. “Ég fór að sjá að ég hafði hæfileika og ástríðu til að syngja; en það er ekki mikið af tækifærum í Charlottesville,” segir Jaley og hlær. “Þegar ég var 16 ára, ákváðu foreldrar mínir að flytja til Kaliforníu svo ég hefði meiri möguleika á að gera það sem ég hef gaman af.”
Þegar hún kom til Kaliforníu byrjaði Jaley að vinna með “framleiðendum” (producers), eins og Needlz, sem hefur unnið með Fabulous og Busta Rhymes, og Gen Rubin, sem hljóðblandaði til að mynda smellinn “Don't Say Goodbye” með Paulina Rubio.
“Röddin hennar Jaley er ótrúleg,” segir Gen Rubin. “Allt sem er músíkalskt kemur svo auðveldlega hjá henni. Það er erfitt að finna allan pakkann í svona ungri manneskju eins og Jaley.”
Stefna Jaley á draum hennar hófst þegar hún senti inn “demo” spólu til K2 Entertainment. Hæfileiki hennar var augljós, því skömmu seinna var Jaley komin á umboðs samning hjá K2 Entertainment. Farið var að fljúga með Jaley inn og út úr New York frá heimili hennar í Los Angeles til að vinna.
“Ég vissi að ég vildi koma þessari stelpu á samning eftir að hafa heyrt fyrst 5 sekúndurnar af demóinu hennar,” sagði Lin Dai, forstjóri K2 Entertainment. “Hún er bara ÞAÐ góð.”
Eftir að hafa unnið með ungum tónlistarmönnum, á “top 40” markaðnum, árum saman vissi Lin að raddhæfileikar Jaley, í bland við hinn einstaka Asíu/Ameríska bakgrunn hennar, væri nákvæmlega það sem MTV kynslóðin þurfti á að halda.
“Jaley er akkúrat það sem markaðurinn hefur verið að leita að,” sagði Danny Wright, framkvæmdastjóri Hydrogen Records. “Jaley hefur skapað hina fullkomnu blöndu af stíl, hiphoppi og poppi, með nákvæmlega réttu jafnvægi sem passar fyrir markaðinn. Hún er góð fyrirmynd fyrir asíska krakka sem búa í Ameríku, með jákvæða ímynd sem er einfaldlega hún sjálf.”
Að lokum segir hann: “Ferill hennar mun verða langur og árangursríkur.”
Á meðan hún skemmti sér með vinum sínum í New York, eins og t.d. Wendy Cranston frá útvarpsstöðinni 106.1 WBLI í Long Island, var Jenny byrjuð að verða þekkt sem Jaley. Það var þá sem sviðsnafnið hennar “Jaley” varð til.
Kíkið á http://www.jaley.net