Selena Quintanilla var fædd inní tónlistarfjölskyldu. Faðir hennar, Abraham Quintanilla lék í bandi sem hét Los Dinos (strákarnir). Hann upgötvaði snemma sönghæfileika dóttur sinnar og vildi endilega að hún nýtti sér þá. Hann stofnaði hljómsveit “Selena y los dinos” þegar Selena var aðeins 7 eða 8 ára með bróðu hennar á bassa og systur hennar á trommunum. Hann kenndi Selenu að syngja á spænsku (enskan var hennar móðurmál). Þegar hún var átta ára kom Selena fram á mexíkóskum veitingastað (Pappagallo) sem fjölskyldan átti með systkinum sínum. Þegar veitingastaðurinn fór á hausinn dvaldi fjölskyldan hennar hjá frændfólki um nokkurn tíma. Selena kom alltaf fram og söng með fjölskyldunni sinni á næturklúbbum og varð vel þekkt í Tejano (Staður í Texas þar sem er miið af mexíkóbúum). Hún hafði gengið í Corpus Christi skólan þegar hún var yngri og lauk stúdents prófi í gegnum póstárið 1989, vegna tónlistarferðanna með fjölskyldu sinni. Árið 1987 vann Selena Tejano tónlistarverðlaunin sem kvenlistamaður ársins. Selena y los dinos gáfu út nokkur lög á 9. og 10. áratugnum og árið 1992 kom loksins út platan Entre a mi mundo. Selena varð fyrsta Tejanoski tónlistarmaðurinn til að yfir 3 milljónir platna. Árið 1995 kom út plata á ensku sem heitir Dreaming of you sem hoppaði efst á marga vinsældarlista.
Árið 1992 giftist Selena gítarleikaranum Christopher Perez. Sama ár gaf hún út fatalínu eftir eigin hönnun og tveimur árum síðar opnaði hún fatabúð sem heitir Selena Etc. Árið 1995 var Selena skotin til bana af Yolanda Saldivar, sem sá um fjárhagsmál og aðdáendaklúbb söngstjörnunnar.
Lést 31. mars 1995, 23 ára gömul.
Þórunn ;)