Shakira er nafn sem flestir þekkja. Flestir heyrðu líklega fyrst í henni þegar hún gaf út lagið Whenever, Wherever. Síðar komu lögin Underneath your clothes, Objection (Tango) og núna var að koma út lagið The one. Þessi lög er að finna á disknum hennar Laundry service. Ég fann svolítið af upplýsingum um hana og feril hennar á netinu:

Shakira Isabel Mebarak Ripoll er frá Banaquilla í Kólumbíu. Hún á tvær systur og þrjá bræður og er dóttir skartgripasala. Hún var mikil stjarna í latínsku Ameríku, Brasilíu og Spáni áður en hún fór að gera það gott í vesturheimi.

Shakira skrifaði undir fyrsta plötusamninginn sinn aðeins 13 ára gömul við Sony Music Colombia og gaf þá út plötuna Magia (Galdrar). Eftir að hafa útskrifast úr gagnfærðiskóla ákvað Shakira að tilheyra lífi sínu tónlistinni og á næstu árum komu út plöturnar Peligro (“Hætta”) og Pies Descalzos (“Berfætt”), sem gefnar voru út um alla latínsku Ameríku, Brasilíu (seldist í yfir milljón eintökum) og á Spáni. Næsta platan hennar (Dónde están los ladrones?) gerði Shakiru að “prinsessu” latínska popp-rokksins og vann platan margföld platínuverðlaun í Bandaríkjunum, Argentínu, Kólumbíu, Chile, Mið-Ameríku, Mexíkó og “einföld” platínuverðlaun á Spáni. Síðan komu Grammy-verðlaun og tvö latínsk Grammy-verðlaun. Nú voru boltarnir farnir að rúlla hjá ungu söngstjörnunni. Næst á dagskrá var svo plata fyrir vestræna heiminn.

Það var auðvitað erfitt fyrir hana að semja lög á ensku, þar sem spænska er móðurmálið hennar og hún hafði alltaf samið tónlistina sína á spænsku. “Fyrsta lagið sem ég samdi á ensku var Objestion,” mundi hún. “Ég bað til Guðs að senda mér gott lag í dag og ég byrjaði að semja tveim tímum síðar. Ég samdi tónlistina og textan á sama tíma og þegar það gerist finnst mér það töfrum líkast.” Þegar hún hafði lokið við Objection vissi hón alveg að hún gæti samið tíu í viðbót. Á diskunm, Laundry service eru 9 lög á ensku, og fjögur á spænsku (þar af spænskar útgáfur af Objection og Whenever, Wherever).

Fékk mestar uppl. Á -www.shakira.com.

Kv., Þórunn
Þórunn ;)