Avril Lavigne tónleikar!
Mig langar til að segja ykkur frá Avril Lavigne tónleikum sem ég og vinkonur mínar fórum á 3. mars í Kaupmannahöfn sem var á mánudegi.Our Lady Peace hitaði upp fyrir hana og var það bara ágætis hljómsveit. Húsið opnaði klukkan 19.00 en hljómsveitin byrjaði að spila klukkan 20.00 og spiluðu þeir í þrjú korter en Avril byrjaði að spila korter yfir 21.00 og spilaði hún öll lögin á disknum plús eitt lag sem er á complicated smáskífunni. Kosturinn við Avril er að hún syngur ALLTAF live og meira segja spilaði hún sjálf á gítar í nokkrum lögum. Tónleikarnir byrjuðu á Sk8er boi og kom hún þá hoppandi á sviðið. Það var mjög skrítið á sjá hana í alvöru. Höllin sem tónleikarnir voru í var alveg frábær og ekkert alltof stór, fólk sá Avril hvar sem það var og var hún ekkert agnar smár blettur á sviðinu. Avril og Evan (gítarleikarinn) köstuðuð nokkrum gítarnöglum og náði vinkona mín einni. Á tónleikunum var verið að selja Avril Lavigne varning og var hann rosalega flottur og á mjög passlegu verði. Eftir tónleikanna sáum við einn af gítarleikurunum hennar (Jesse) og tókum við mynd af honum og gaf okkur eiginhanda áritun. Þetta kvöld var eitt af mínum bestu kvöldum sem ég hef upplifað og skemmti ég mér konunglega. Þessir tónleikar voru fyrstu tónleikarnir hennar á tónleikaferðalaginu hennar. Þótt einhver hafi verið að segja að hún hafi ekki samið smellina sína á disknum skiptir það mig engu máli.