1. Fyrstu verðlaunin sem veitt voru , voru fyrir nýliða ársins og Daysleeper með Sverrir Bergmann í farabroddi hrepptu þau verðlaun.
2. Kynþokkafyllsti poppari ársins valinn af hlustendum FM957 er Birgitta Haukdal og kom það fæstum á óvart. Eins og allir vita er hún söngkona hljómsveitarinnar Írafár.
3. Myndband ársins 2002 var “Allt sem ég sé” með Írafár og þau verðskulduðu þau verðlaun enda mjög flott myndband.
4. Bubbi heiðursverðlaun FM957 (valinn af starfsfólki FM957). Það kom mér mjög á óvart þar sem han er einfaldlega ekki spilaður þar!
5. Heimasíða ársins er www.irafar.is sem er bara fín síða. ég veit eki hvort hún er best því hef einfaldlega ekki skoðað allar hinar sem voru tilnefndar.
6. Hiphop ársins var snilldarsveitin Quarashi sem mér finnst besta íslenska hiphop sveitin í dag :)
7. Söngkona ársins 2002 valin af hlustendum FM957? Uhmmm…hver ætli það sé? Auðvitað var það Birgitta Haukdal sem hreppti verðlaunin af Írisi í Ber og Rakel í Buttercup. Það var nú nokkuð bókað!
8. Söngvari ársins 2002 er Jónsi í´Í Svörtum Fötum sem er frábær söngvari og hann átti verðlaunin sko skilið. Hann tileinkaði verðlaunin nýfæddri dóttur systur sinnar.
9. Bestir á balli. Það eru nokkrar sveitir sem komatil greina! En það voru strákarnir í Í Svörtum Fötum sem unnu annað árið í röð.
10. Vinsælasta hljómsveitin var írafár! Þetta ár hefur bara verið MJÖG flott hjá þeim á árinu sem er nýliðið. Þau sýndu hvað í þeim bjó!
11. Lag ársins 2002 - “Ég sjálf” með Írafár. Krakkarnir í írafár hirtu enn ein verðlaunin. En þau áttu það skilið!
12. Plata ársins 2002 er Allt sem eg sé með Írafárinu. Hljómsveitin hefur unnið öll verðlaunin sem hún gat nema ein (Bestir á balli - Í svörtum fötum)Ég kaus sko þessa plötu, enda hrein snilld! ;þ
Ýmsar hljómsveitir tóku lagið eins og Daysleeper , Í svörtum fötum, Land & synir, XXX Rottweiler, Írafár og Á móti sól. En flottasta atriðið var með Skítamóral, já þeir tóku lagið í lok keppninnar. Hátíðin var sú glæsilegasta til þessa . Ég vil að sjálfsögðu óska öllum sigurvegurum kvöldsins til hamingju;þ
Kveðja, Þórunn ;Þ
Þórunn ;)