Jæja nú er komið að því að trance.is komi aftur til eftir hreinlega hrikalegt kvöld á skemmtistaðnum Flauel (RIP).
Núna ætlum við að skemmta landanum á skemmtistaðnum Spotlight þann 20 febrúar næstkomandi.
Við vonumst eftir að sjá sem flesta á þessu kvöldi þar við þurfum virkilega á egó bústi að halda eftir síðasta kvöld. :P
Þessa grein hef ég einnig sent inná raftónlistar og djamm áhugamálinn og ætla ég einnig að pósta þessu hingað inn þar sem jú mikið af trance er popp.
(scooter er ekki trance heldur euro-pop)
Skífuþeytarar kvöldsins eru ekki af verri endanum ,en þeir eru þessir.
/ Dj Tactik
Mörgum kunnur hér á þessu áhugamáli sem fróðleiksbrunnur um hinar og þessar tónlistar stefnur. Drengurinn er einnig hörku plötusnúður og með þeim hæfileikaríkustu á landinu.
/ Dj Ghozt
Einnig aðilli sem er að mörgum þekktur ,einn þekktasti plötusnúður landans og mjög hæfileikaríkur skífuþeytari sem nær fólki á dansigólfið ,fróðlegt verður að sjá hvaða tóna hann skellir á fyrir dansþyrsta íslendinga.
/ Dj Pluto
Þennan mann þarf vart að kynna fyrir trance vitleysingjum.
Hann spilaði ósjaldan á gamla diablo.
Pluto mun hita upp fyrir DJ Sergey Pimenov á Ice ventura þann
28 febrúar.
/ Tommi Trance
Well hvað get ég skrifað um sjálfan mig ,best er að leyfa öðrum að njóta þess heiðurs. :P
Trance.is ætlar sér svo að vera með mánaðarleg kvöld þar sem trance fær að blússa. Við erum með þessu framtaki að kynna fólki Trance tónlist sem það myndi ekki heyra í útvarpinu eða á öðrum skemmtistöðum ,því jú við verðum að viðurkenna það að það sem heyrir í útvarpinu er ekki það besta sem til er af trance'inu.
Núna fáum við eflaust að heyra að trance sé skítur og annað óhóflegt orðbragð ,þannig að ef fólk vill ræða um trance tónlist þá getur fólk kíkt á spjall.trance.is þar sem síðann okkar er enn í vinnslu.