Britney Spears
Hér skrifa ég smá um Britney Spears Það er ekki öllum til lista lagt að geta sungið, hvað þá í ofanálag að geta dansað og leikið. Leikið þá við hvern sinn fingur. Það var vissulega mikill gleðidagur í lífi þeirra hjóna, Jamie og Lynne Spears, þegar dóttir þeirra Britney Jeau kom í heiminn þann 2. desember 1981. Bit-Bit eins og þau kölluðu hana sýndi strax á unga aldri listhneigð sína. Mátti hún ekki heyra í Otis Reading án þess að fara að dansa og raula með. Í ljósi þess hve gífurlega hæfileika Bit-Bit sýndi á þessum árum. Dældu forledrar hennar ómældum peningum í að Britney næði að nýta gáfur sínar til fulls. Var ekki að spyrja vann Britney nær allar þær hæfileika og fegurðarsamkeppnir sem hún tók þátt í á þeim tíma. Fann hún samt fljótt að áhugi hennar og hæfileikar lágu mest í áttina til söngs og lagasmíða. Lá leið hennar til stóra eplisins og voru menn ekki lengi að koma auga á hina ómældu hæfileika sem bjuggu í stúlkunni og ekki brást hún vonum yfirmanna hljómplötufyritækjanna. Var eins og við manninn mælt, sprengdi stúlkan alla vinsældarlista þegar lagið hennar Hit Me Baby (one more time) kom út. Hneykslaði marga að tánings stúlkan gerði mikið út á kynþokka sinn. En í lögum sínum eins og Somtimes og From the Bottom of My Broken Heart sést að hún er bara saklaus smábæjarstelpa sem vill engum illt og er ennfremur sakleysið uppmálað. En góða lífið er fljótt að ná tökum á manni. Er Britney engin undantekning og með vaxandi vinsældum sést að sjálfstraust hennar eykst og hún er ekki elngur saklausa sveitastelpan. Titill lagsins Stronger, og textinn í titillagi annarar plötu hennar, Ooops, I did it Again: “I'm not that inocent”. En Britney gerir sér allan tímann grein fyrir fallvaltleika og hverfullyndi frægðarinnar í laginu Lucky. “She's so Lucky she's a star but she cry cry cries in her lonely heart.” Alla tíð hefur Britney fylgt fralmleiðendum í einu og öllu en ef eitthvað er að marka orð hennar, kemur hún nú meira að öllum þáttum ferils síns, hefur hlutur hennar í lagasmíðum aukist til muna og nýtir hún sér það til að koma skilaboðum sínum til aðdáenda sinna. Á þriðju breiðskífu sinni segir hún heiminum: “Hey, ég er orðin fullvaxta kona. Ég fer mínar eiginleiðir og geri það sem ég vil. Enginn skal stöðva mig.” Britney nýtir sé dansinn og sönginn til að kanna kvenleika sinn í laginu Slave 4 You. Með annari smáskífunni undirstrikar hún það að fólk á ekkert með að gagnrýna leit hennar að kvenleika og kynþokka í laginu Overprotected: “you've got to learn to see through my perspective” og “I don't want to be overprotected”. Hún er ung og lifir hratt, hún þarf ekki að læra af mistökum annarra. Það styrkir mann ekki ef maður brennir sig aldrei. Var það ekki hún sem sagði, það er betra að brenna út en að hverfa smám saman í myrkrið (It's better to burn out rather than fade away.)