Ayumi Hamasaki “Ayumi Hamasaki er fædd annan október 1978 í Fukuoka, Kyushu, Japan og er talinn ein vinsælasta söngkonan í Japan í dag. Fyrsta lagið hennar kom árið 1998 og kallaðist “Poker Face”. Diskurinn “Love For XX” sem innihélt lagið seldist mjög vel og nýjasti diskurinn hennar, “Loveppears”, hefur slegið í gegn og eftir útkomuna hefur hún verið álitin sem menningar gersemi. Aðdáðendur hennar samanstanda aðalega af unglingsstúlkum og mikið er hermt eftir hárgreiðslunni hennar.”
Þýddur texti frá http://www.starpulse.com/Supermodels/Hamasaki,_Ayumi/in dex.html

Ayumi Hamasaki er betur þekkt sem Ayu eða Hamasaki Ayumi í Japan því að þó Japanir nota sama nafnakerfi og Bandaríkjamenn (nafn og ættarnafn) þá nota Japanir ættarnafnið alltaf á undan. Ayumi hefur ekki alltaf verið söngkona heldur hafði hún áður verið módel og leikkona. Ayumi semur allan sinn texta sjálf, og þó megnið af textunum eru samhengislausir þá eru þeir mjög þroskaðir miðað við aldur. Í viðtali hafði hún eftirfarandi að segja um textana sína: “I like to try to view my own and my friends' experiences objectively, and put my honest feelings into words. If I write when I'm low, it will be a dark song, but I don't care. I want to be honest with myself at all times.” Sem krakki hlustaði hún mikið á rokk (Led Zeppelin, Deep Purple) og hefur það átt þátt í þeirri tónlist sem hún semur en ættingi hennar kom henni á bragðið.
Hún er í vogamerkinu og tilheyrir blóðflokknum A. Líkt og margir Japanir þá er hún ekki mjög há eða 1,56 metrar á hæð og 40 kg á þyngd. Hennar uppáhaldsmatur eru kökur, kex, súkkulaði og kimchee (Korean marinated cabbage (ef einhver veit hvað þetta er má hann láta mig vita)). Hún ber virðingu fyrir fólki sem á hluti sem hún á ekki en henni er illa við lygara og fólk sem heilsar ekki. Hennar uppáhalds leikari er Nicholas Cage og uppáhalds leikkona er Rie Miyazawa. Sem stendur finnst henni gaman að safna hvítum hlutum í herbergið sitt.
Megnið af upplýsingunum fékk ég á http://ayumi.primenova.com/profile.htm

Þeir diskar sem hún hefur gefið út eru “A Song For XX”, “Loveppears”, “Duty”, “I Am…”, “5th Album”, “Voyage”, “Ayu Trance 2”, “Free & Easy”, “Daybreak”, “Evolution”, “ayo-mix-2” auk nokkura ‘single’ plötur.
Listi yfir diska fann ég á http://ayumi.primenova.com/lyrics.htm

Ég hef síðustu daga verið að safna lögum eftir þessa söngkonu og persónulega finnst mér þetta vera ansans ári góð lög, með þeim bestu sem ég hef heyrt. Þetta eru eina almennilega poppsöngkonan frá Japan sem ég veit um. Ég ætla þess vegna að sýna ykkur lítinn lista af þeim lögum sem ég mæli með fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast almennilegri, japönskri popptónlist:
Evolution
Boys & Girls
UNION!
Fly High
End of the world
YOU

Kveðja, lundi86