Allt sem ég sé- Írafár
Írafár hefur verið á hraðri uppleið núna um þessar mundir, sérstaklega eftir að platan þeirra kom út. Ég fékk “bara” þrjá Allt sem ég sé diska í jólagjöf en skipti nú hinum tveimur. Ég fór á nýársball í Tónabæ þar sem Írafár var að spila og þar var bara ágæt stemmnig. En ég ætla nú að skrifa svolítið um diskinn þeirra, Allt sem ég sé:
1. Himnapóstur. Ekkert sérstakt lag, það er eiginlega bara viðlagið sem er ágætt við þetta lélega lag. Ekkert svo gáfulegt að hafa þetta fyrsta lagið á disknum. Einkunn 6,5
2. Allt sem ég sé. Titillagið, mjög flott og pínulítið James Bond legt að mínu mati. Þetta er kröftugur söngur og vel gert í alla staði. Einkunn 8,5
3. Stórir hringir. Löngu orðið vinsælt en það er hressandi og skemmtilegt lag. Einkunn 7,0
4.Lygi. Ekkert sérstakt lag en viðlagið er alveg ágætt. Þau Svolítið einhæft. Einkunn 4,5
5. Ég sjálf. Mjög “Írafárslegt”(ef það er til) og bara mjög flott, enda góður sumarsmellur ;) Viðlagið er bara mjög fínt og allt svoleiðis. Einkunn 8,0
6. Draumur. Þetta er lag sem þau syngja saman Birgitta og Vignir(held ég). Mér finnst raddirnar þeirrra ekki passa nógu vel saman og ég get ekki sagt að þetta sé skemmtilegt lag. Einkunn 5,0
7. Stjörnuryk. Mjög skemmtilegt lag, svolítið skrýtin byrjun en viðlagið er mjög grípandi og kemur manni í stuð :D Einkunn 8,5
8. Fingur. Einstaklega fjörugt lag og svona einhvernvegin svo ólíkt öllum hinum. Einkunn 9,0
9.Núna er ég farin. Eitt af uppáhaldslögunum mínum á disknum. Það er kröftuglega sungið eins og Allt sem ég sé. Einkunn 9,0
10. Áhugaleysi orðanna. Mér finnst það líka mjög skemmtilegt og svona lag sem ég fæ aldrei leið á, allavega ekki strax. Það er Vignir sem syngur það(held ég, frekar en Andri). Einkunn 8,5
11. Eldur í mér. Fallegasta lagið á disknum sem og uppáhaldslagið mitt á disknum. Það er vel sungið og bara frábært í alla staði. Einkunn 9,5
12. Hvar er ég? Fyrsta lagið sem Írafár gerði vinsælt með Birgittu sem söngkonu. Það er fjörugt og hefur margt upp á að bjóða. Einkunn 7,0
Ég verð eiginlega að segja að mér finnst seinni hlutinn á disknum skemmtilegri, eins og kannski sést á einkunnunum. En auðvitað eru þetta bara mínar skoðanir og kannski hafið þið bara allt aðrar skoðanir á þessum geisladisk en mig langaði bara að deila þessu með ykkur. Endilega látiði mig vita ef þið vitið hvort það er Vignir eða Andri sem syngja Lygi , Draumur og Áhugaleysi orðanna. Takk fyrir, erlam89 :)