Ég keypti mér þennan disk á útsölunni í Skífunni um daginn. Vissi eiginlega ekkert hvað ég var að kaupa, hafði bara séð nokkur lög með þeim á PoppTíví sem mér líkaði ágætlega.
Þetta eru semsagt þær Jenny, Liz og Natasha með sinn annan disk, Feels so good.
1. It's OK! - Alveg ágætt lag bara. Þetta á örugglega að vera um stelpu sem er að syngja um manneskju og segir að það sé allt í lagi að hann/hún sé ekki þarna lengur, hún er alveg hætt að hugsa um hann/hana. 8,0
2. Love won't wait - Þetta lag minnir mann alltof mikið á Spice Girls og er eiginlega bara hundleiðinlegt. Nafnið á laginu skýrir alveg efnið. 4,0
3. The tide is high - Náttúrulega bara snilldar lag sem örugglega allir hafa heyrt en getur verið svolítið þreytandi. 7,0
4. Feels so good - Titillagið en alls ekki það besta. Minnir mann enn og aftur á gömlu góðu Spice Girls sem er ekki góð tilfinning. Samt sem áður verður það betra eftir því sem þú hlustar oftar á það. 7,5
5. Walking on the water - Þetta er lag um hina einu sönnu ást, hvað sem manneskjan gerir kemur ástin og bjargar henni og bla bla… Alveg ágætt lag og venst fljótt. 6,5
6. The moment you leave me - Þetta er um svona…jaa, fullkomnu ástina þar til annað kemur í ljós :) Enn og aftur bjarga þær sér á viðlaginu og hífa sig upp í einkunn. 5,0
7. The last goodbye - Þetta er að mínu mati besta lagið á plötunni. Næstum sorglegt og mjög gott að sofna við það. 9,0
8. Love doesn't have to hurt - Textinn er nokkurn veginn um það sama og nafnið. Gott lag. 7,0
9. Softer the touch - Ég er ekki alveg að fíla þetta lag. Frekar leiðinlegt. 4,5
10. The way that you are - Byrjunin minnir allsvakalega á Spice Girls, og eiginlega allt lagið. Viðlagið er annars gott. 5,5
11. Baby don't hurt me - Æi, ég veit ekki hvað ég á að segja um þetta lag. Svona svolítið skrítið og ég veit eiginlega ekki hvað mér finnst um það. Fer bara milliveginn; 5,0
12. So hot - Minnir á þarna lagið með Kylie Minoque… Svona danslag sem enginn myndi nenna að dans við. Lagið gerist á dansgólfinu. Maður nýtur þessa lags ekki því að það er of líkt laginu með Kylie. 3,0
13. Maybe I'm right - Rólegt lag og á að vera sorglegt en er það ekki. Bara leiðinlegt. 3,0
14. No one loves you (like I love you) - Lag um átarsamband sem entist ekki og bara minningirnar eru eftir. Ágætt lag. 6,5
15. Whole again - Örugglega næstbesta lagið á disknum. Stelpa sem vill fá sinn eina sanna aftur :) 8,5
Í hnotskurn: Ekkert spes diskur. Mæli ekkert sérlega með honum nema þú sért alveg ótrúlega hot fyrir rólegri tónlist. Að mínu mati eru of mörg ástarlög, eiginlega öll! Það er aðeins og mikið fyrir mig. Svolítið einhæft! ;) En inn á milli koma þessi góðu lög en það er spurning hvort þú viljir kaupa diskinn til að hlusta á nokkur lög…???