Samantha Mumba er á byrjunarstigi í poppbransanum. Hún hefur reyndar verið í honum lengi en hún er á byrjunarstigi sem frægur poppari.
Mig langaði eitthvað að fara að skrifa og þá kom söngkonan upp í huga og ég ákvað bara að skrifa um hana!
Nafn: Samantha Tamania Anne Cecilia Mumba.
Fæddist: 18. janúar 1983.
Hæð: 170 cm.
Háralitur: Brúnn.
Systkini: Yngri bróðir, Omero.
Ólst upp: Dublin, Írlandi.
Uppáhalds hlutir: GSM síminn, tyggjó og fartölvan sín.
Samantha var í skóla sem heitir Billie Barry Stage School. Brian úr Westlife var t.d. með henni í bekk. Hún hætti í skóla þegar hún var 17 ára og ætlaði að fara að einbeita sér að tónlistinni algjörlega. Og eftir það hefur henni gengið mjög vel. Á þessu ári verður hún tvítug og er algjörlega búin að meika það miðað við aldur ;)
Samönthu var boðið í sjónvarpsþætti þar sem hún söng og fl. Fólk fór að þekkja hana í Írlandi og einu sinni fór hún í klúbb í Dublin og sannfærði stjórnanda klúbbsins um að hún væri R'nB söngkona frá New York, í bænum til að gera plötuna sína. Hún söng oft eftir það og eitt sinn kynnti vinur hennar hana fyrir umboðsmanni Boyzone og Westlife. Hann sá eitthvað í henni og gaf henni plötusamning.
Eftir sex mánuði af upptökum og að syngja í klúbbum þá fór eitthvað almennilegt að gerast. Hún var reyndar á sama tíma ennþá í skóla.
Fyrsta smáskífan hennar kom út árið 2000, Gotta Tell You. Hún sláði öll met og platan seldist mjög vel. Önnur smáskífan hennar hét Body II Body og gekk alveg eins vel.
Nú er nýjasta smáskífan hennar I'm right Here og einnig hefur hún fengið mikla spilun á Popptíví. Þannig henni gengur vel og allt í fína með það ;)