Vá! Ég get ekki sagt annað..
Þetta voru bestu tónleikar sem ég hef farið á. Húsið opnaði 8 og það var ekki löng bið eftir að komast inn sem var mjög gott því ég kom ekki með úlpu :Þ. Rétt uppúr kl.9 stigu ASH á svið og voru ekki lengi að koma fólki í stuð! Ég kom mér fyrir eins framarlega og ég gat og toðningurinn var það mikill að þegar áheyrendur hoppuðu þá varð maður að hoppa með (eða gat ekkert annað því maður var klemmdur á milli) og maður var í mesta basli við að tína ekki þeim sem voru með manni þarna. Ég fór ekki á tónleikana með ASH sem voru haldnir hérna ‘95 þannig að ég get ekki borið þetta tvent saman en mér fannst þau standa sig frábærlega og fengu mann til að svitna aðeins ;).
Eitthvað rétt uppúr kl.10 stigu Chris og félagar á svið. Eins og margir vita þá tóku þeir allt settið með sér, ekki bara ferða-kit’ið, sem gerði þetta að en meiri upplifun. Það var ekki fyrr en eftir fjögur lög minnir mig sem þeir drógu frá risaskjáunum fjórum og þvílíkur munur að hafa svona skjái! Það var mjög erfitt að sjá Chris þegar hann ‘sat’ og spilaði á píanóið en skjáirnir björguðu því alveg. Það var ansi gaman að fylgjast með því hvað hann Chris var alltaf á iði og gat ekki setið kjurr við píanóið, annaðhvort hoppaði upp og niður eða ruggaði sér eitthvað. Síðan kom að því að þeir ætluðu að hætta en áheyrendur tóku það ekki í mál, stöppuðu niður fótunum og kölluðu “Coldplay, Coldplay..” þannig að þeir gátu ekki annað en tekið allavega eitt aukalag.. sem urðu tvö..síðan þrjú! Þá slitu þeir tónleikunum opinberlega en þeir gátu samt ekki hætt og afþví það eru að koma jól þá tóku Coldplay ásmt gítarleikara ASH eitt lag í viðbót og svo í lokin spilaði Chris jólalag á píanóið sem kom manni virkilega í gott jólaskap :D.
Trommuleikarinn er hreinn snillingur og mér fannst bassaleikarinn líka standa sig alveg ótrúlega vel. Ég ætla ekki einusinni að reyna að lýsa sönghæfileikum hans Chris, hann er hreint og beint ótrúlegur! Þó hann missti aðeins röddina þegar hann söng byrjunina á Everything's not lost þá stoppaði hann bara aðeins til að leyfa áheyrendum og sjálfum sér að hlæja og hélt svo áfram :P.
Eftir tónleikana fór ég og beið fyrir utan eftir ASH og Coldplay til að fá áritun. Ég varð fyrir smá vonbrigðum því ég held að ASH hafi farið strax en hann Chris kom allavega út og gaf áritanir, hann var næstum búinn að taka í hendina á mér líka en náði því ekki útaf óðum aðdáendum hehe.. ;)
Allt í allt var þetta peninganna virði og margfalt það! Ég vorkenni þeim sem vildu fara en komust ekki útaf einhverjum ástæðum :/ og ég ætla svo sannarlega að vona að þeir komi aftur á næsta ári, það er frekar örugt að það gerist held ég því Chris hefur sérstaklega gaman af okkur íslendingum af einhverri furðulegri ástæðu ;P
Gleðileg Jól!