Nú tíminn leið og á haustdögum 1999 ákváðu Hjörtur og Íris að yfirgefa bandið og leita á önnur mið og var strax farið í það að ráða söngkonu en slagverkshlutverkið var lagt niður. Nýja söngkonan hún Birgitta var ráðin á undraskömmum tíma og var haldið áfram bullandi spilamennsku í byrjun ársins 2000 og um sumarið það ár kom út fyrsta lag hljómsveitarinnar “Hvar er ég?” og sló rækilega í gegn. Gott dæmi um hvað hljómsveitin er góð uppeldisstöð fyrir heilbrigða og heilsteyypta einstaklinga er þegar Helgi ákvað að taka tilboði um að gerast skólastjóri Grunnskóla úti á landi og þar með að hætta í hljómsveitinni. Ekki var slíku stóru skrefi í frama gamals manns andmælt og var hafist handa við að ráða annan hljómborðsleikara og fannst hann einnig á undraskömmum tíma. Tobbi nokkur verkfræðinemi var ráðinn bæði á hljómborð og gítar og fell eins og flís við rass í hópinn.
Núna í byrjun árs 2001 var hljómsveitin valin ferskleiki ársins á hlustendaverðlaunum FM 957 og voru meðlimir ansi stoltir af þeirri nafnbót. Stuttu eftir það eða í Apríl kom út lagið Fingur sem náði gríðarlega miklum vinsældum um sumarið. Það ásamt laginu Eldur í mér voru gefin út á safnplötunni Svona er sumarið 2001.
Þáttaskil urðu í sögu bandsin á haustmánuðum 2001 þegar Steini trommari og Tobbi hljómborð sögðu skilið við sveitina. Trommari var ráðinn snarlega og koma það í hlut gamla skímó trymbylsins Jóhanns Bachman. Þar þurfti ekki að leita langt yfir skammt því að hann var og er kærastinn hennar Birgittu. Hljómborðsleikarinn var aðeins vandfundnari og munaði minnstu að bandið myndi syngja “The Final Countdown” það sem eftir væri. En eftir nokkurra vikna leit fannst ungur og efnilegur hljómborðsleikari, Andri Guðmundsson. Hann hafið þá lítið spilað með ball-hljómsveitum þar sem hann hafði varla aldur til að fara sjálfur á skemmtistaði. Þeir Hanni og Andri smullu vel og gat bandið nú haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þá þegar var hafist handa við að taka upp frumsamið efni og voru 12 demó kláruð fyrir jól.
Árið 2002 byrjaði svo sannarlega vel hjá hljómsveitinni. Birgitta var kosin kynþokkafyllsta konan af hlustendum FM957, tilnefnd söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og kosin söngkona ársins á hlustendaverðlaunum FM957 í febrúar. Í febrúar gerði hljómsveitin einnig plötusamning við Skífuna og er vinna við plötuna þegar farin af stað. Í mars fórum við að taka upp lögin sem koma út í sumar og er lagið “Ég sjálf” þegar komið út. Við fórum snarlega upp í Hvalfjörð og tókum upp myndband sem er komið í spilun ma. á PoppTíví. Nú í Maí voru svo undirritaðir samningar við Bylgjuna og verðum við á ferðinni í allt sumar með Golfmótaröð Bylgjunnar.
Efni fanst á irafar.is og öðrum síðum
Ég elskaig